Mig langar ekkert persónulega í AMD í svona kassa og þá sérstaklega ekki með 266MHz FSB. Þetta SiS kubbasett er bara snilld og ég hef ekki lent í einu einasta vesini með þessa vél.
Eini gallinn við þetta er að það er bara ein PCI rauf auk AGP en það er allt í lagi í mínu tilfelli því flest allt er innbyggt á móðurborðinu sem ég þarf.
ketsi: Af hverju ertu hrifnari af nforce vélinni? Komdu með smá gagnrýni. Ég tók eftir því að þú varst með Celeron á þinni SS51 vél sem er kannski ekkert spes örri, þannig að ef þú ert að miða Celeron við þennan AMD örra sem er núna þá skil ég vel að þú sért hrifnari af nýju vélinni.
Eina sem ég sé í nforce sem ég vildi sjá í SS51 er Dual Channel DDR 200/266/333/400 support og AGP 8x. Ég held mig samt við Intel og bíð spenntur eftir nýrri gerð frá Shuttle sem vonandi kemur fljótlega. :)
Mínir spekkar eru svona:
Intel P4 2.4GHz/533
Samsung 1GB PC2700 333MHz DDR
WD 80GB 8MB
ATi All-in-Wonder 9700 Pro
Plextor 48x24x48xU USB2 Skrifari
Sony DRX-500UL USB2/FireWire DVD Skrifari
USB Floppy Drive
Belkin PCI 5 Port USB
Sony G420 19"