Fer það ekki í taugarnar á ykkur þegar manni er nánast aldrei sagt hvort það sem maður er að ráðleggja fólki hér VIRKAR ?…

Langar ykkur ekki til að vita hvort þið hafið hjálpað viðkomandi í vandræðum sínum ? það er sjaldnast að einhver þakki fyrir sig með því að nefna það að þetta hafi hjálpað sér og vandamálið sé leyst.
Það er líka gott fyrir okkur hina að vita hvað virkar og hvað ekki, því við sem erum að gera við tölvur getum lent í sama tilfelli einhverntíman og þá væri gott að muna eftir huga…:o)

Sem betur fer er það einn og einn sem lætur vita.

Annað sem fer ekki minna í taugarnar …..á mér allavega,
það er hvað fólk virðist oft illa að sér í Íslensku og les ekki það sem það er að fara að senda frá sér yfir áður en það er sent þannig að það er allt í stafsetningarvillum sem eru oft svo barnalegar að maður á erfitt með að ímynda sér að viðkomandi hafi gengið í skóla (sem er þó skylda á Íslandi)

Að lokum …. TÖLVA ER TÖLVA OG GETUR ALDREI VERIÐ TALVA !
:O)
Kveðja
myfamily<br><br>
<a href="http://www.microsoft.com/windowsxp/default.asp“>Windows XP ….SNILLD ! </a>

<a href=”http://www.hugi.is“>Hugi.is</a>

<a href=”http://www.tolvuvirkni.net“>tolvuvirkni.net</a>

<a href=”http://www.batman.is">batman.is</a