Ég er eiginlega newbie þegar það kemur að vélbúnaði tölvunnar minnar. En ég þarf hjálp við að tengja CD-RW sem ég fékk nýlega. Ég er búinn að reyna að tengja hann sjálfur en annaðhvort tengdi ég hann vitlaust eða ég kann bara hreinlega ekki á hann.
Tölvan mín finnur nýja drifið, það er þarna sem D: í My Computer, ef ég læt disk í drifið get ég notað hann alveg eins og geislaspilarann minn.
Málið er að ég veit ekki hvort hann er rétt tengdur hjá mér, því Rio forritið sem ég er með finnur engann skrifara og þegar ég reyni að skrifa eitthvað með þessum forritum sem fylgdu með gerist ekki neitt.
Ég veit að þetta er svolítið óljós skýring en hvernig veit ég að skrifarinn sé rétt tengdur hjá mér? Og hvað er besta forritið til að nota þegar ég skrifa diska?<BR