Ég var kominn á þá skoðun að P4 væri orðinn betri fyrir svona 5-7 mánuðum síðann. Ég hef skipt um skoðun.
Upp á síðkastið hefur AMD batnað mikið með miklum verðlækkunum og betri kubbasettum eins og VIA KT333 og KT400, NVidia nForce 2 og SIS 745 og 746. Öll þessi kubbasett eru mjög góð að mínu viti og engin sérstök áhætta að kaupa jafnvel mjög ódýr móðurborð fyrir AMD.
Ég var að kaupa ECS K7S5A (SIS 735) á 7990 kr og setti AMD 1700+ (Thoroughbred) í það. og keypti góða kopar/ál kælingu. Notaði gamla SDRAM minnið sem vinur minn átti og yfirklukkaði allt til andsk. Þetta er um 17.000 kr fyrir prýðisfína vél. Seinna getur hann farið í stærri örgjörfa og DDR minni á þessu sama móðurborði.
Mér finnst engin ástæða til að borga meira fyrir minna. Ef ég hefði ætlað að vera 100% öruggur á því sem ég var að kaupa hefði ég farið í nForce 2 kubbasett eða ASUS með 745 kubbasetti. Þessar græjur klikka ekki og kosta skít og kanil.
AMD hefur brennt sig á því að vera keyrðu á lélegum kubbasettum eins og Ali magic, VIA KT133, KT133A og KT266. Einnig voru fyrstu SIS kubbasettin slöpp. Þessi kubbasett eru ekki einu sinni framleidd í dag. SIS hefur bara framleitt frábær kubbasett frá og með 735.
Mennn sáu ofsjónum yfir hitanum á AMD en sem dæmi af þessum örgjörfa sem ég var að tala um áðann þá keyrir hann á 35°C á 1470MHz (1700+). Það er ekki mikill hiti. Menn sáu líka ofsjónum yfir áhættunni af því að kæliplatan dytti af, en ég þekki sjálfur ekki dæmi þess og þekki engann sem hefur orðið fyrir því. Nú er þetta ekki lengur hætta því, vegna þess að öll venjuleg AMD móðurborð eru með ofhitnunarvörn sem kemur í veg fyrir tjón af þessum völdum.
Heitasti örgjörfinn í dag er 3,06GHz P4 svo dæmi sé tekið (gefur af sér mestann hita en dreifist á stærra svæði því P4 er stærri). P4 kubbasett eru dýrari. P4 kubbasett eru með læstum multiplyer og bjóða ekki upp á mikla yfirklukkunarmöguleika (PCI, AGP fleiri bussar fara á yfirsnúning sem maður þarf ekki að lenda í með multiplyer unlocked AMD eða nForce 2).
AMD er heldur öflugri á flestum sviðum miðað við rating (PR XXXX+ hraðatöluna sem þeir gefa upp), en síðasti örgjörfinn AMD 3000+ er sá fyrsti sem ég sé sem er ekki áberandi mikið öflugri en álíka P4 (P4 3,06 er heldur öflugri að því að mér sýnist).
AMD fyrir:
Verð (lægra)
Hraða (meiri yfirleitt)
Stöðugleika (100% upp á síðkastið)
Yfirklukkunarmöguleika (í Thoroughbred 0,13 micron)
Kubbasett (ódýrari og bjóða upp á betri yfirklukkunarmögleika)
Hiti (mjög lítill á Thoroughbred 0,13 micron).