Þannig er það að ég fór og keypti mér tölvu í hugver fyrir nokkrum mánuðum. Alveg ágætis tölvu, en svo ákvað ég að fá mér ADSL, sem er alveg súper. En talvan var innsigluð svo ég þorði ekki að opna tölvuna. Ok, ég er búinn að eiga tölvur í meir en 6 ár svo ég kann allan fjandann, en þegar ég hringi í þá og spyr hvort ég megi opna tölvuna og setja þetta litla aumingjalega kort í, segja þeir nei, þú verður að koma með tölvuna til okkar og við setjum það í. Okey allt í lagi með það en svo segja mér þeir það að ég þurfi að borga heilan 3000 kall minnst og bíða í amk 3 daga!! Ég talaði að eins meir við þá og þeir sögðu að þeir hafa þetta svona svo ég fari ekki að opna tölvuna og grúska í henni sem gæti leitt til þess að ég skemmi eitthvað og heimta svo nýtt. Ég held samt, að ef einhver jón-út-í-bæ fari að kaupa sér tölvu og hann kann ekki neitt á hana, fer ekki að opna hana og reyna að gera við hana!!!
Flestir segja við mig að það er verið að “rí** mér illilega í rassgatið” (myndlíking, svipað og að féfletta eða þvíumlíkt) en ég verð bara að spyrja: Hvað finnst ykkur?