Hæ ég er með tölvu vesenismál


Málið er að tölvan er alltaf að eipa á harða disknum (held ég) mar er að fara inn í einhver léttvæg forrit og hún tekur uppá því að vera endalaust lengi að því… harðadisks ljósið fer á fullt og maður heyrir að diskurinn er á fullu sko… kemur oft fyrir þegar hún fer úr forritum líka, og svo er hún oft líka lengi að skipta á milli forrita. Veit einhver hvað gæti verið að ? getur mar náð í einhver staðar svona diagnostic forrit ? Ég er líka búinn að vera setja inn fullt af leikjum og ´dóti sem ég hef fgengið “lánað” af netinu en verið duglegur að henda út og passa að fylla hana ekki of mikið af rusli. Ég er líka búinn að keyra ad-aware, lykla pétur og finn ekkert með þeim, defraggaði harða diskinn í nótt og samt engin breyting. Ég er búinn að vera pæla hvort ég eigi ekki bara að formata dæmið og setja hana upp á ný.

Tölvan :
P4 2,4 ghz, 256 300mhz ddr, Gforce 4 mx 440 64mb ddr, Western Digital 80 gb 8mb buffer, Audigy 2 hljóðkort, 2 netkort, MSI 645DX 533/400mhz móðurborð. keypti hana frá tölvulistanum í nóvember.


Kveðja Einar Sig