jæja þið munið kannski eftir korkinum sem ég skrifaði hérna um daginn <a href="http://www.hugi.is/velbunadur/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=929132&iBoardID=105“>jæja commentið nú!!!</a>
þannig fór það að ég fór einn morguninn til rvk var í langri eyðu í skólanum (er á akranes í skóla) og skrapp til tölvulistann og þuldi upp það sem ég vildi frá þeim og sagðist vilja kaupa.
nú allt var til nema móðurborðið sem von var á seinna þann sama dag. þannig ég ákvað bara að kaupa allt saman og koma svo aftur daginn eftir og sækja afganginn(fékk skjáinn,lykl og mús).
sölumaðurinn gat eingu lofað mér sem ég skildi alveg og sagði mér að hringja daginn eftir.
okey daginn eftir var ég aftur í langri eyðu og ákvað að skreppa þá bara aftur til rvk og sækja tölvuna ef hún yrði tilbúinn.
ég hringdi á undan mér og spurði hvort móðurborðið hafði komið og viti menn mér var sagt að það hafði komið. ég spurði hvort þær gætu skellt henni saman þá fyrir mig fyrir hádegi. jújú ekkert mál. mér var sagt að koma um hádegisbilið og ná í hana.
þannig ég rendi í bæinn vitandi það að ég yrði þá að skrópa í einum tíma (tímanum fyrir hádegi). og svona dúllaði mér smá í bænum fór með bílinn í skóðun(sem btw hann náði ekki!) var smá pirró þar. ætlaði að ná í gleraugun sem ég hafði pantað mér en nei þau yrði ekki tilbúin fyrren um kl 4 þann dag. smá pirró þar líka.
síðan skrapp í kringluna fékk mér að éta á mcdonalds. fékk geðveikt skrítinn á bragðið ostborgara og ekki jafn góðan og venjulega smá pirró þar líka. fór síðan í skífuna að skoða. var þá spurður af einhverri kellingu hvort ég ynni á staðnum. ”nei“ smá pirringur þar líka.
síðan dundi þetta yfir mig. um leið og ég var sestur inní bíl og að fara að leggja af stað til tölvulistans að ná í tölvuna þá fæ ég hringingu.
móðurborðið hafði ekki komið!! og væri ekki vændanlegt fyrren eftir viku! sölumaðurinn baðst innilegrar afsökunar og reyndi að afsaka þennan misskilning og var svo ”góður" að ekki var hægt að rífast(enda myndi það engu skila).
það versta við þetta er annars það að núna kemst ég ekki á smell sem verður næstu helgi, Var að kaupa mér tölvu spes fyrir smell.
þannig ég endaði með því að keyra uppá skaga aftur í algjöru þunglyndiskasti, búin að keyra 2 ferðir til rvk og samt einginn tölva. kostnaðir við þessar 2 ferðir er orðinn 6 þús kall (bensín+göngin) og það sem toppar þetta allt er það að miðstöðin í bílnum mínum er ónýt þannig ég var að frjósa þessa báða morgna!!
allavega ég er ekkert að rakka niður tölvulistan voðalega mikið ég var ánægður með þjónustuna þeirra allt frammá þessari hringingu!. lendi emmit í svipuðu veseni þegar ég keypti mér tölvu frá þeim fyrir cc 4 árum. veit ekki nú hvort ég ætla mér að versla þarna mikið í framtíðinni.