Mér finnst það gífurlega sniðugt.
Það er algjör LÚXUS fyrir mig að vera keyra raid(þó það heiti í raun stripe RAID 0), þar sem maður er að tala um tvíföldun í sóknarhraða og skrifhraða. Samt er þetta ekki alltaf það , bara ef maður nýtir sér það.
Ástæðan fyrir að fólk raidar svona mikið er afþví að á undanförnum árum hafa harðir diskar aðeins magnast um 4-5 falt í hraða á meðan t.d. örgjörvar hafa um 50 faldast í aflgetu. Því er þetta svona fátæks manns ráð að raida diska til að reyna vega uppámóti.
Bara muna kæla diskana ef þeir eru þétt pakkaðir.
Ég er að keyra Soyo Dragon Ultra 333 með innbygðum High Point raid controller og 2x IBM 80GB diska , hata hávaða svo engir aðrir diskar komu til greina , svínvirka með kælingu.