jæja ég er loksins að láta verða af því núna í næstu viku að kaupa mér nýja tölvu enda löngu komin tímí á það.!
ætla mér að versla hana í pörtum og þá alla frá Tölvulistanum.

og hér kemur það!

<b>Móðurborð:</b> MSI K7N2G-ILSR - nForce2 nýtt chipsett frá nvidia sem hefur Double DDR minnisstuðning. innbyggt netkort. dolby digital 5.1 hljóðkort og Geforce4 innbyggt skjákort sem er öruglega eitthvað rusl sem gefur álíkan kraft og Geforce4 MX kortin. og hefur RAID 0/1 stuðnig og Serial ATA sem er framtíðin. vel búið móðurborð sem gefur góðan framtíðar stuðning.
21.900

<b>Örgjörvi:</b> Amd Athlon 2000XP geðveikt ódýr örri ætlaði alltaf fyrst að fá mér 2600XP en hann kostar 40 þús og þessi 10 þannig ég ætla bara að uppfæra í sumar í stærri örra.
11.900

<b>Vinnsluminni:</b> 2x 256MB DDR333 veit ekki hvort þetta sé Cas2 minni efast stórlega um það alveg öruglega 2.5. allavega 2 stykki til að double DDR dæmið virki. tími ekki að fara í 2x512.
17.980

<b>vifta:</b>Low noice vifta (2750rpm) styður XP2600 ef ég ætla mér einhverntíman að uppfæra í hann.
2.490

<b>Kassavifta</b> Dual Ball bearing, 1000-2500rpm bara svona uppá grínið kostar ekki mikið á að vera hljóðlát og er hægt að stilla hraða.
2.990

<b>Kassi:</b> Aluminium Dragon Middle,360W Geðveikt flottur kassi reyndar alveg rándýr en þessi mun duga. líka léttur aðeins 7 kg enda úr áli og flottur í lanpartýin.
19.900

<b>Skjár:</b> 17“ Sony FD Trinitron þessi er grár alveg eins og kassinn og hann er trinitron sem er mjög gott. dáldið dýr en voðalega flott hönnun.
34.900

<b>Harðurdiskur:</b> 120 GB, Western Digital 8mb nóg pláss á þessum dugar mér alveg og vel það(vona það allavega).
23.900

<b>Skrifari:</b> 48x/24x/48x skrifari frá Samsung ætti sosem að virka hef ekki mikla reynslu af samsung hefði langað í eithvað annað merki en þetta er eina sem tölvulistinn selur.
8.990

<b>Diskettudrif</b> Silfurlitað 3.5”
2.990

<b>lyklaborð og mús</b> bara einhver sem mér finnst góð og flott og þæginlegt.
~7990

nú ég vel að fá mér ekki skjákort því það er einhver drusla innbyggð á móbóið sem ætti alveg að duga mér í nokkra mánuði.
ætla síðan að kaupa mér Ati 9500 Pro.


<b>Samtals:</b> 150 þús kall sem æji er gott verð. ég er kannski að eyða meira í lookið en hraðann.. en móðurborðið styður mikið og hægt að uppfæra.

Annars segjið mér endilega ykkar álit.