Sumir ættu nú að passa sig að drulla á aðra þegar þeir vita
greinilega ekkert um málið sjálfir.
Pentium 3 örgjörvarnir hafa komið í 3 útgáfum
(svona sem ég veit um):
Slot1 komu fyrstir, stingast eins og spjald í móðurborðið
og standa upp á endann. Seinna var hætt við Slot1 og
farið að framleiða Socket370 P3 örra og nafnið 370 er út
af því að þeir eru með 370 pinna. Svona með einhverjum
undantekningum þá eru Socket370 örrarnir með minna L2 cache
en Slot1. 256k í staðinn fyrir 512k.
Það eru líka til Slot2 P3 örrar sem heita Xeon og eru
sérstaklega gerðir fyrir servera. Þeir eru yfirleitt með
stærra cache en venjulegir P3 og eru með allt upp í 2MB
L2 cache.
Nýjustu P3 Socket370 örgjörvarnir eru með Tualatin
kjarna og eru til alveg upp í 1.4GHz. Þeir byggja á
0.13micron tækni í staðinn fyrir 0.18micron tækni sem
gömlu voru með og gefa frá sér mikið minni hita en
þeir gömlu og geta því keyrt kaldari og hraðar.