Ég er búinn að lenda í því að tölvan keyrir Checkdisk á D: drifinu í hvert skipti sem ég starta tölvunni. Ég veit ekkert af hverju, ég veit ekki hvernig ég á að slökkva á því og get í ofanálag ekki defraggað D: drifið því WinXP segir mér að ég ætli að checkdiska það í næsta restarti.
Ég er búinn að kíkja í scheduled tasks og fann það ekki þar, hvað myndi maður venjulega gera til að laga þetta?
Þetta er WD 80GB SE og WinXP, eins og kom áðan fram.
Flugsi
