Það besta fyrir peninginn er AMD 2100+, 4200 eða 440MX NVidia skjákort (eftir því hvort þú átt efni á) og móðurborð með sæmilegu kubbasetti eins og SIS 745, VIA KT33 eða KT400, eða NVidia nForce2 (nýjasta, hraðasta, dýrasta). Man ekki hvað af þessum kubbasettum styðja 333MHz FSB. Það skiptir máli upp á framtíðar uppfærslur. Ég veit að KT400 og nForce2 gera það. Nú ber svo við í fyrsta skipti í sögu AMD að flest öll kubbasett sem boðið er upp á eru bara nokkuð góð. Flestir framleiðendur eru komnir með góða hitavörn fyrir örgjörfann sem dæmi.
Spurningin um frá hvaða framleiðanda þú vilt kaupa móðurborðið er flóknari. Þau tvö fyrirtæki sem hafa hvað besta orðið á sér hér á landi eru Hugver og Tölvuvirkni. Þau selja móðurborð frá miðlungs framleiðendum Shuttle og Abit. Eitt það íslenska fyrirtæki sem hefur hvað versta orðið á sér fyrir þjónustu er Tæknibær (computer.is) en það selur bæði verstu (Jetway, ECS etc.) og bestu móðurborðin eins og td ASUS, Intel & Gigabyte.
Ef þú telur þig góðann tölvumann myndi ég kaupa hágæða móðurborð þar sem þú finnur þau ódýrust. Ef þú vilt eiga aðgang að þjónustu þá ferðu í Hugver eða Tölvuvirkni.
www.tolvuvirkni.net
www.hugver.is