Hæ,
Ég er búinn að slást við að koma windows 2000 upp á nýjum diski núna í hálfan sólarhring!
Ég stilli biosinn á bootorder CDROM - C - A. (tölvan finnur diskinn og allt í lagi með það).
Install forritið ræsist upp af diskinum og ég vel að formata diskinn og er með eina partition.
Innstall forritið hleður inn skrám á diskinn og fer svo fram á endurræsingu. Eftir endurræsingu gerist ekki neitt! Tölvan finnur ekki hið nýuppsetta stýrikerfi. Hins vegar býður hún mér upp á annan “hring” með því að velja að ræsa af CD og gera allt upp á nýtt.
Til að útiloka að diskurinn væri eitthvað vangefinn þá rúllaði ég í gegnum RedHat 7.3 installið og allt virkar eins og í sögu (þar fór kenningin um ónýtan boot sector). Ef ég væri að gera þetta fyrir sjálfan mig léti ég hér staðar numið og væri hæst ánægður með linuxinn.
Er einhver með kenningar um það hvað gæti verið að? Er þetta rangt boot order, eru einhver issue með 60 Gb Hd eða hvað??
með von um að einhver sýni þessu áhuga,
Potemkin
p.s. Ég hef sennilega sett upp win2k í yfir 50 skipti á yfir 10 mismunandi tölvum og hef aldrei lent í þessu áður. Já og ekki koma með svör eins og “Þetta er bara Windows” eða álíka.