Sælir snillar,
Ég er kominn með vægast sagt undarlegt vandamál í tölvuna mína. Þetta er hardware problem en mig langaði að vita hvort einhver ykkar hefði heyrt af svona löguðu..
Þegar ég ýti á power takkann þá snýst powersupply viftan c.a. hálfan hring og svo deyr á vélinni… ef ég tek tölvuna úr sambandi og set í samband þá lifnar á henni en… hún höktir (eins og mar sé að starta kaldri bíldruslu)… stundum nær hún að starta sér en stundum deyr hún aftur. Þá prófa ég aftur þar til hún fer í gang.
Ps: Á powersupply að vera volgt/heitt þó slökkt sé á vélinni?
Kv,
Flanders