Speccs: 1600XP, 256 DDR, 40GB HD, Geforce 2mx 64MB SDram.

Vandamálið : í gær slökkti tölvan skyndilega á sér og gat ég ekki kveikt aftur á henni fyrr en ég tók rafmagnskapalinn úr sambandi og setti aftur í en eins og áður þá slökkti hún á sér innan 5 mínútna.

Jæja, þar sem mér virtist þetta vera einhverskonar ofhitnunarvandamál (pc alert sýndi þó örgjörvahita í 42° sem er ekkert óeðlilegt) þá reif ég allt í sundur, hreinsaði viftur, powerpack og setti nýtt hitaleiðandi gel undir örgjörvaviftuna.

En vandamálið hélt áfram og til að bæta gráu ofan á svart fékk ég “illegal boot device” 2svar sinnum og sagði tölvan mér að það gæti stafað af því að harði diskurinn væri að hrynja.

Einhver sagði við mig að örgjörvaviftan gæti verið að hrynja en mér finnst það ekki sennilegt því hún er ekki 6 mánaða gömul, virðist vinna vel og PC Alert sýndi engin óeðlileg hitastig í tölvunni.

Ég er búinn að virusscanna og allt fínt þar og búinn að keyra scandisk á diskinn það fundust 2 villur sem voru lagaðar.

Jæja, áður en ég fer út í einhverjar meiri aðgerðir þá langar mig bara til að spyrja hvort menn hafa lent í einhverju líku og hvað reyndist þá vera að eða hvaða lausn menn gripu til.

Með fyrirfram þökk fyrir svör og hugmyndir að lausnum.

<br><br>[.<a href="http://www.claniff.tk">IFF</a>.]<a href=“mailto:alien8@mindset.is”>Alien8</a>
#claniff on Ircnet & Gamesnet
Alien8