Ég er búinn að vera skoða allt sem ég get um hljóðhortið og hátalarna. samkvæmt heimildum þá eiga 5300 hátalarnir að vera fínir fyrir leiki en ekki svo æðislegir með dvd myndum, það er líka sagt að bassaboxið(18 watta RMS) sé ekki það besta sem völ er á en að hátalarnir(5x 6 watta RMS) standi sig sæmilega vel.
Það fylgir fjarstýring með pakkanum(reyndar með snúru sem er ekki alveg nógu gott)



Hljóðkortið er víst bara búið að fá góða dóma og er m.a fyrsta THX certified kortið sem er kemur á markaðinn það spilar 6.1 kerfi og er líka með output fyrir 5.1, dolby digital ex, EAX advanced Hd sem er fyrir leiki sem eru hannaðir fyrir þetta kerfi.Það gerir leikina ennþá raunverulegri og m.a eru þessir leikir gerðir fyrir EAX : Unreal Tournament 2003, Tomb Raider: The Angel of Darkness, Neverwinter Nights, Hitman 2, og Soldier of Fortune 2.

Ég er víst að fara þetta í afmælisgjöf og ég verð að segja að mig hlakki til. Ef að einhver hefur reynslu af þessum græjum þá hefði ég gaman af því að heyra reynslu af öðru hvoru.