Það eru tveir hlutir sem liggja á hjarta mér núna og það væri ágætt ef að þið gætuð hjálpað mér örlítið.
Mig vantar Firewirekort fyrir PCMCIA og er búinn að líta í Tölvulistann (kr. 12.500), Tæknibæ (kr. 8.500), Tölvuvirkni (kr. 4.500). Þið hafið látið vel að Tölvuvirki hérna á Huga og segið að þeir séu ágætir. Að sama skapi hafið þið ausið drullunni yfir Tæknibæ því að þeir séu einfaldlega slakir.
Eftir hverju ætti ég að velja þetta kort…verði eða hverju??
Hitt atriðið hjá mér að ég er með nýjann scanner (Epson Perfection 1250) sem er ekkert notaður að viti. Þegar ég skanna inn myndir þá koma oft hvítir flekkir á myndirnar, en þegar betur er að gáð þá sýnist mér ég sá einhvers konar rykkorn undir glerinu. Ég var að pæla hvort að þetta gæti verið ástæðan??
Annars þá vona ég að þið getið hjálpað mér með þetta, því að eins og þið getið örugglega lesið út úr skrifum mínum þá þekki ég þessa hluti ekki of vel.