Óvænt "SHUTDOWN" með AMD
Daginn gúrúar, mig langar að vita hvort einhver veit hvað er að tölvunni minni. Þetta er í sambandi við það að ég er með AMD móðurborð (gamalt að vísu) sem keyrir á AMD athlon 1.2 gígahz örra. Málið er að stundum þegar ég er að keyra leiki eða annað að þá slekkur talvan sjálfkrafa á sér án þess að gefa mér nein merki um það áður. :( Ég hef heyrt um að þessi tegund af móðurborðum eigi það til að slökkva á sér þegar tiltekin yfirhitnum hefur átt sér stað, þ.e þegar allt draslið hefur ofhitnað en ég er búinn að slökkva á þeim fídus í BIOS og svo er ég líka með forrit í Windows sem varar mig við eða PC alert frá MSN. Ég er með sko MSN móðurborð. Svo get ég ekki kveikt á tölvunni fyrr en eftir nokkra klukkutíma, og oft þarf ég að bíða í heilan dag. :( Ég hef ekki hugmynd um þennan draug sem hvílir í tölvunni minni, eða bölvun. :p Endilega spyrjið mig hvernig vélbúnað ég er með í henni, ef það hjálpar ykkur. Vonast til þess að heyra frá ykkur sem flestum. Takk fyri