Líklega er þetta þá allt gert með jumperum á móðurborðinu. Jumper er lítið plaststykki með smá málmdóti innaní sem að fer utan um 2 pinna og leiðir þá rafmagn á milli þeirra.
Það eru 2 atriði sem þú þarft að hafa í huga. Annað er brautarhraðinn eða FSB sem í þínu tilviki getur verið 50, 60, 66 og kannski 75 ef þetta er með nýrri borðum af þessum gömlu. Brautarhraðinn er semsagt hversu “hratt” gögn fara á milli einstakra hluta á móðurborðinu. Hitt atriðið er multiplierinn sem stýrir hraðanum á örgjörvanum. Hann getur líklega verið frá 1 og uppí 2.5 eða e-ð og það er þá margfaldari sem þú margfaldar við brautarhraðann og færð þá út hraðann á örgjörvanum.
Td. brautarhraði 66MHz, margfaldari 2 = örgjörvahraði 133MHz
Reyndu að hafa brautarhraðann sem hæstann.
Farðu bara smá upp í einu, ekki td. beint frá 100 í 200, fyrst í 120, 133 osfrv…
Ég hef mest að náð að overclocka svona Pentium örgjörva um 1/3. 90MHz örri fór mest í 120 hjá mér, 100MHz í 133. 166MHz MMX fór ekki neitt upp… Stillti hann á 200 en hann detectaðist ennþá sem 166MHz ?!?!?!
American Megatrends er líklega BIOSinn.
Til að fá meiri upplýsingar um það hvernig jumperarnir eru á þínu móðurborði geturu reynt að finna “kort” um það á borðinu sjálfu eða leitað á netinu að einhverjum einkennum á borðinu. Stendur kannski td. “J-1532C” eða e-ð einhversstaðar…
Mín reynsla er að þessir örgjörvar virka vel overclockaðir, náði td. meira en 100 daga uptime á einni vél hjá mér með 100MHz örra @ 133MHz. Þeir hitna lítið og með svona kælingu eru þeir meira að segja kaldir viðkomu.