Ég á við það vandamál að stríða að tölvan mín er allaf að frjósa. Þetta á sérstaklega við ef ég kveiki á tölvuleik, og þetta á jafnt við um Windows leiki (Wolfenstein, WarCraft III) sem og Linux leiki (Tux racer).
Yfirleitt lýsir þetta sér þannig að allt er í himna lagi þar til tölvan frýs skyndilega. Myndin á skjánum er þá kyrr og síðasta hálfa sekúndan af hljóði spilast endalaust aftur og aftur í hátölurunum.
ÉG hef reynt ýmislegt til að finna út úr þessu, en ekkert virðist virka. Til dæmis hef ég straujað tölvuna svona tíu sinnum. Einu sinni fékk ég lánað minni frá félaga mínum og skipti mínu út, en það hjálpaði ekki heldur.
Er einhver sem hefur lent í einhverju svipuðu sem getur útskýrt fyrir mér hvernig á að laga þetta?