Ég er með AMD 1GHz vél sem er eins og 3 hárblásarar í gangi
þegar kveikt er á henni. Sem gefur að skilja er ég frekar óánægður
og hef heyrt að þetta fylgi AMD örgjörvum. Því er ég að spá í að
fá mér aðra vél. F-S vélarnar eru auglýstar hljóðlitlar, er það
bara týpískt BT auglýsingaskrum eða eru þær hannaðar að einhverjum
hluta til að minimæsa hávaðann?
Kannski nægir mér að kaupa einhverja Intelmaskínu?
Hefur einhver skoðun á þessu, kannski F-S eigandi.