Jæja,
Nú er LAN-ið hjá mér komið í algjöran eyping. Ég er með 2 tölvur og einn Lappa, allar með 100mbit kortum tengdar saman með Planet SW800 “Fast ethernet switch”. Svo er ASUS adsl router tengdur í switchinn líka og er tengdur á 10mbit.
Þetta hefur alltaf virkað mjög vel, þangað til um daginn þegar ég ætlaði að fara að afrita c.a 100 mb skrá á milli lappans og annarar tölvunnar. Þá tók ég eftir því að eitthvað mikið var að - estimated time 143 mín. Ég var að ná c.a 20kb/sec í gegnum 100mb netið mitt. Þegar ég leit á Switchinn þá voru activity ljósin fyrir tölvurnar 3 alveg á milljón. Samt var sú þriðja ekkert að gera. Ég cancel-aði kóperinguna en samt vöru öll ljósin alveg á fullu. Ég tók 3. tölvuna úr sambandi og þá hætti activity-ið alveg. Þá gat ég afritað skrána á nokkrum sekúndum eins og þetta átti að vera.
Ok, ég hugsaði með mér að 3. tölvan væri að valda þessu og kannski einhver vírus í henni. Svo náði ég í nýjustu skrárnar fyrir Lykla-Pétur og leitaði á henni og jújú .. fann vírusinn W32/Klez-M og hreinsaði hann út. Þetta lagaði hinsvegar ekki vandamálið. Ég leitaði líka að vírusum á hinum 2 tölvunum en fann ekkert.
Svo komst ég reyndar að því að það var í rauninni ekki 3. tölvan sem var að valda þessu - Heldur bara að ef 3 tölvur vöru tengdar, þá fer allt activity á fullt á switcinum þó svo að tölvurnar séu ekkert að gera og að network status ljósið í taskbarnum sé allveg blank. Skipti ekki máli hvaða tölvu ég tók úr sambandi, ef þær voru bara 2, þá var þetta í lagi.
Svo núna allt í einu, þá get ég ekki heldur haft 2 tölvur í sambandi í einu. Sama vandamál. Ef aðeins ein er tengd í einu, þá er allt í lagi. Um leið og ég tengi aðra við, þá fer allt á fullt. Ég er farinn að halda það að switcinn sé eitthvað skrítinn. Þetta er 8 porta switch, og ég er búinn að prufa að nota önnur 3 port, en það er alveg sama.
Þetta hlýtur að vera eitthvað hardware mál, s.s switchinn, kaplar eða netkort …. samt finnst mér ólíklegt að þetta séu kaplar eða netkort vegna þess að þetta einskorðast ekki við eina tölvu.
Þetta veldur því semsagt að switchinn er alltaf á fullu þó svo að ekkert sé að gerast á netinu - og hraðinn sem ég er að ná á milli tölva er eins og dual ISDN.
Reyndar hefur komið fyrir nokkrum sinnum að þetta hætti allt í einu að láta svona …. þá virðist þetta vera í lagi og hraðinn á milli tölva mjög fínn. En svo byrjar þetta alltaf aftur.
Allar tölvurnar 3 eru með WinXP. Núna t.d er ég að horfa á switchinn og það er hellings activity í gangi, þrátt fyrir það að það eru bara 2 tölvur tengdar. Önnur þeirra er lappinn, og það er slökkt á henni! Samt er activity ljósið alveg á milljón.
Ég er alveg lost í þessu - hvað er eiginlega í gangi?