Hér á undan minntist einhver á iMac, og í kjölfarið hófst gríðarleg umræða um hvort það væri nú eitthvað vit í Mackanum eftir að einhver spurði hvort að þetta ætti nú ekki að vera bara PC-only áhugamál.
Fyrir þá sem hafa áhuga á einhverri Mac/PC deilu geta litið á fyrrnefndan póst, en það er ekki ástæðan fyrir *þessum* pósti.
Mér finnst að þetta áhugamál, sem heitir hinu fleyga nafni “Vélbúnaður” eigi að vera óháð tölvutegundum. Auðvitað er x86 algengast, SoundBlaster Live og eitthvað, enda verður sú umræða þá væntanlega í meirihluta, sem ætti að vera nóg fyrir þennan annars ágæta meirihluta.
Svo eru menn sem vilja tala um Macka, Sun vélar, Sparc og Alpha og allt það, og ég sé ekki hvað ætti að vera þeim til fyrirstöðu. Þeir sem vilja uppfæra eða skipta um Mackana sína, eða jafnvel gera Mac/PC Frankenstein-tölvur, ættu alveg að mega það hérna.
Til dæmis, eitt skondið. Sound Blaster Live. Þú getur sett það í Macintosh vél, og þó að þú myndir ekki nota kortið í MacOS (enda myndi maður nota önnur kort í Mac, þó að kort með sömu gæðum og fítusum sé *að sjálfsögðu* til fyrir Mac), þá geturðu notað það í Linux. Þannig er ég að nota Sound Blaster Live á Macka, þó að ég sé ekki að keyra MacOS á henni. ;) Svo geti menn talað um pro hardware hérna (þar sem það er actually *meira* framboð á pro hljóð- og myndvinnslubúnaði fyrir Mac heldur en PC) án þess að vera með litlu sætu Quake-dúddana uppi í rassgatinu á sér allan tímann.
Jæja, nóg af þvaðri: Bottom line: Heitir þetta áhugamál ekki “Vélbúnaður”?<BR><BR>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is