Ertu viss um að þú sért með rétta skrá ??
Ég gat ekki séð að biosuppfærslan hjá þeim væri í exe skrá bara í zip
ftp://ftp.aopen.com.tw/pub/bios/ax34pro/ax34p114.zip
Þegar þú ert búinn að ná í þessa skrá þá skaltu afþjappa þessa skrá og þú notar t.d winzip til þess.
ef þú ert ekki með winzip þá geturðu sótt það hérna
http://www.winzip.com/getsit81.cgi?winzip81.exeInstallaðu winzip
þegar þú ert búinn að setja up winzip þá skaltu finna skrána sem þú sóttir hjá aopen
Hægri smelltu á skránna sem þú sóttir og veldu Extract to folder og svo kemur nafn á foldernum þá birtist mappa með sama nafni og zip skráin heitir
farðu inn í möppuna og afritaðu innihaldið á floppy disk.
því næst ræsirðu vélina með win98se start up disketu og lætur vélina ræsa sig i dos (í sumum vélum þarf að velja f8 í ræsingu og velja command promt only minnir mig -síðasti valmöguleikinn á f8 listanum)
Ok þegar þú ert búinn að ræsa í dos mode þá setur þú diskettuna með biosnum í,og skrifar þá eftirfarandi 34P114.EXE þá ræsist upp flash forritið og þú þarft að byrja á því að skilgreina hvaða skrá hún á að nota til að flasha með og það yrði þá 34P114.BIN og ýtir á enter og þegar hún biður þig um að savea biosin sem er fyrir þá gerir þú það og skírir skránna bara gamli.bin eða eitthvað sem þér dettur í hug
þá næst ýtirðy á enter og hún biður þig um að staðfesta það að þú viljir flasha biosin og þú velur “Y” yes og alls ekki slökkva á vélinni eða endurræsa á meðan þessu stendur því þá fer illa fyrir móðurborðinu þínu ..
ps. Andresond ber enga ábyrgð á þessum leiðbeiningum eða ef eitthvað illa fer hjá notenda - öll notkun á þessum leiðbeiningum er á ábyrgð notenda - Ef þú ferð eftir þessum leiðbeiningum þá er það á þína ábyrgð .
kv Drési
<br><br>—————————–