Ég er með GF4 TI4400 kort. Kortið hefur ekki klikkað þangað til núna um daginn að ég sæki nýjasta driverinn frá nvidia 40.72 fyrir XP. Eftir að ég setti hann upp þá hef ég ekki getað notað sjónvarpsútganginn almennilega og það sem verra er, þá hef ég ekki getað fengið nema 1600*1200 í hámarksupplausn í stað 2048*1600 eins og var áður.
Mér til mikillar skelfingar uppgötvaði ég svo að ég hafði losað mig við eldri driverinn skömmu áður þegar ég straujaði vélina og finn hann nú hvergi. Mig minnir að hann hafi heitið 30.72
Veit einhver hvar ég fæ þennan driver? Ég finn hann ekki með leitarvélum.<br><br>[SPD]Séra Jón