Ég efast um að þessi formúla standist því Vapochill er á um 500 evrur sem er um 42 þús kall. Bætir við nokkuð miklum flutningskostnaði því kassinn er 18 kg og síðan vsk þá ertu kominn vel yfir 60 þús kall sem nýr 2.8GHz kostar hérna. Þetta er kannski séns ef maður gæti smyglað kassanum heim í ferðatösku eða eitthvað svoleiðis.
Síðan er ekkert að marka þessar hita tölur í reviews því að ef þú ætlar að nota þetta í einhvern tíma þarftu að nota eitthvað hita element til að koma í veg fyrir rakamyndun og þá nærðu ekki nærri því jafn góðri kælingu. Ég myndi frekar fá mér góða vatnskælingu held ég.
Það eru líka til Intel 1.8GHz með C1 stepping sem yfirklukkast í 3GHz með einfaldri loftkælingu, frekar erfitt að finna þá eins og er samt.