já, það er hægt án þess að nota hub, og án þess að vera með tvö netkort í hverri tölvu.
Þá þarftu að nota gamla coax kerfið. Til þess þarftu netkort sem styður coax kapla, það er auðvelt að sjá hvort það styjði coax eður ei.
Þessi netkort keyra á 10mbps og eru með tvö tengi aftaná. Annað tengið er þetta venjulega kassalaga tengi, en hitt stingst útur kortinu og er kringlótt.
Það sem þú þarft til að tengja 3 tölvur saman á þessa leið eru 3 netkort sem styðja coaxial tengingar, 2 coax kapla, 3 T-stykki og tvo terminators.
Á tölvuna í “miðjunni” seturðu T-stykki og tengir kapla í báðar áttir. Setur svo T stykki á hinar tvær og tengir kapla við þær. Þá ertu með tvö T-stykki sem eru með “opnum” enda. Það lagarðu svo með terminators, setur þá á endana.
Svo þarftu bara að fylgja þessum venjulegu tcp ip leiðbeiningum sem flestir þekkja.
Settu SubnetMask sem 255.255.255.0 á öllum tölvunum.
Settu 192.168.0.1 sem ip á fyrstu tölvuna.
Settu 192.168.0.2 sem ip á aðra tölvuna.
Settu 192.168.0.3 sem ip á þriðju tölvuna.
Þetta er það eina sem mér dettur í hug í bili, en fellur þá líklega undir það að verða að vera með “sérstakt” netkort.
Minna þig á það aftur að svona netkort keyra aðeins á 10mbps.
Þó eru til dýrari gerðir sem keyra á 100mbps en kostnaðurinn er MUN meiri.
Mig minnir að það sé til CAT 5 kapal splitter, en svoleiðis fargan krefst væntanlega smá aukabúnaðar til að OSI layers séu skilgreindir á réttan hátt.
Annars er ódýrasta og auðveldasta leiðin að kaupa eitt stk lítinn hub, t.d. 4 porta. Kostar uþb 4000-5000 kr sem er ekki mikill peningur.
PS. Coaxial tengingar eru oft MIKIL fyrirhöfn og eru frekar kraftlausar.<br><br><hr align=“right” width=“55%” noshade size=“1” color=“#585780”>
<br>SeveN:* izelord
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.