Samkvæmt því sem ég las <a href="
http://www.ami.com/support/prodsearch.cfm?prodid=35“>hérna</a> er hraðasti örgjörvi sem þú getur sett á þetta móðurborð 366MHz AMD K6, ekki K6-2. K6-2 virkar samt held ég eins og K6 á móðurborðum sem styðja ekki K6-2, ég er samt ekki viss um það.
Ég á annars 300MHz AMD-K6 eða K6-2 hérna einhversstaðar. Ef þú mundir setja <a href=”
http://www.computer.is/vorur/1124">venjulega</a> Socket7 kælingu á hann (sem er líklega mun meira en hann í raun þarf) þá væri ábyggilega lítið mál fyrir þig að overclocka hann og keyra á 333MHz og jafnvel 366MHz. Ef þú vilt væri ég alveg til í að skipta á honum og þínum 200MHz. Veistu nokkuð hvort að þinn örgjörvi sé venjulegur Pentium, Pentium Pro eða Pentium MMX? Ég er nefnilega með móðurborð sem styður mest 200 eða 233MHz…