Nú hefur undanfarið mikið verið rætt um kosti og galla P4 og mismálefnaleg comment hafa komið frá ýmsum um þetta stykki. En hvílum það í bili.
Gæti ég fengið smá málefnalega umræðu um þetta AMD vs. Intel og þá er ég að tala um dótið sem fæst hérna heima í dag, þ.e. K7 og P3 á bilinu 800 - 1000 mhz. Maður er svona á báðum áttum með hvað maður á að kaupa sér
(… ég nota windows98 vinn oft í þungum forritum td. með myndvinnslu og fl. og er kannski eitthvað aðeins í leikjum…, er að forrita töluvert í Java í augnablikinu og hyggst halda eitthvað áfram, jafnvel skella mér í C++)
Maður er nefnilega smátt og smátt að komast að því að það er ekkert að marka þessa gaura sem vinna í tölvubúðunum… þeir enda yfirleitt flestir á því að fara að monta sig af þessari svaka tölvu sem þeir eiga heima hjá sér …:)
En svona kalt mat, K7 vs. P3, og smá rökstuðning með, jafnvel linka í samanburða sem gerðir hafa verið.
Og eitt að lokum;
“P4 er sorp”
Ég rakst á þetta áðan, þetta telst t.d. ekki rökstudd fullyrðing :)