Sælir félagar,
þetta er vandamálið hjá mér:
Á laugardagskvöldið var ég í góðum fílíng í Battlefield 1942 með nokkrum vinum að lana þegar leikurinn fer skyndilega að chrasha niður á desktopið. “Núnú bara eitthvað óstöðugur leikur…” hugsa ég í einfeldni minni, smelli á “Start” og restarta tölvunni.
Síðan bíð ég eftir að hún loadi sig upp aftur en fæ í staðinn skilaboð um að Windows geti ekki loadast vegna þess að file-ið: C:\WINDOWS\SYSTEM32\CONFIG\SYSTEM sé ekki til eða bilað.
Þá segir tölvan mér að ég geti reynt að repaira þetta file með því að starta upp af Windows XP disknum og fara þaðan í “repair mode” sem mér sýnist vera einskonar “MS-DOS lite”.
Ég finn file-inn með þessu “DOS-i” og reyni að laga hann með “chkdsk” skipuninni. Checkdiskurinn finnur einhverja bilun og virðist laga hana en þegar ég restarta tölvunni kemur sama gamla bilunin.
Ég reyni eitthvað fleira en ekkert gengur og við mér blasir lausnin sem hafði hingað til aðeins verið grafin djúpt í “Allra síðasta resort” bunkanum er hún er einfaldlega að formatta diskinn.
Eftir þónokkuð inner conflict og umhugsunartíma formatta ég diskinn með tárin í augunum… …og held í einfeldni minni að þetta hljóti þó allavega að laga þetta vandamál.
En allt kemur fyrir ekki, þegar WinXP er að installast og restartar tölvunni sé ég hið kunnuglega WinXP lógó á skjánum en ekki staldrar það lengi við á skjánum því snögglega eftir að það birtist ryður andstyggilegur bluescreen sér leið á skjáinn sem segir “UNOUNTABLE_BOOT_VOLUME”.
Ég hugsa: “Hmmmm, jæja full format hlýtur bara að laga þetta…” og skelli tölvunni í tímafrekt full format.
Til að gera langa sögu stutta virkar það ekki.
Þá reyni ég að eyða partitioninu sem var til og bý til nýja, full formatta hana. Virkar ekki.
Síðan fer ég aftur í “DOS lite” og skrifa “chkdsk /r” og bíð í langan tíma en enn ræður þessi bölvaði bluescreen ríkjum á skjánum.
Nú spyr ég:
1. Dettur einhverjum í hug hvað í fjandanum er að koma fyrir tölvuna mína?
2. Dettur einhverjum í hug hvað ég á að gera núna, annað en að fara með hana í viðgerð? (Ég mun sennilega gera það eventually en ég vil reyna að laga þetta sjálfur, vil ekki missa tölvuna í einhverjar vikur)
Vil taka það fram að ég er búinn að formatta diskinn þannig að ég bið um ALLAR lausnir, sama hvert gagnatapið gæti verið (sem er ekkert í mínu tilviki).
Mín specc:
AMD Athlon 1900+XP
80 GB “Égmanekkihvaðamerki” harður diskur
512 MB 333MHz DDR RAM
17" Samtron skjár
AOpen 333 MHz móðurborð
GeForce 4 Ti 4400 128 MB DDR
SoundBlaster Audigy
Windows XP
Með fyrirfram þökk,
Zedlic