Ég er að fríka út á gömlum Epson bleksprautuprentara sem er svo hávær, hægvirkur og blekhylkin í hann eru dýrari en prentarinn sjálfur! Hvað á maður að kaupa, laser eða bleksprautu, og hvað þá?
Best væri að finna góðan geislaprentara (laser prentara). Hann þyrfti að vera svona Home / Small Office týpa. Prentkostnaðurinn á hverja blaðsíðu má ekki vera óeðlilega hár. Ég finn bara engan samanburð á prenturum á netinu þar sem borinn er saman kostnaður á hverja blaðsíðu. Verðið á prentaranum þyrfti að vera svona 20-50 þúsund. Ekki miklu dýrari alla vega.
Svo væri nú ekki verra ef hægt væri að nota hann með Linux.
Mætti alveg vera með postscript stuðning en ég held að þeir séu svo dýrir?
Einhver sem getur deilt reynslu og visku sinni í þessum málum?