Ég er allta að sjá pósta á korkunum frá fólki sem langar að byggja sína eigin vél en hefur aldrei gert það áður og er svolítið stressað að klúðra hlutunum.
Þessi hræðsla við að gera eitthvað vitlaust og/eða skemma eitthvað og einnig þekkingarskortur er það sem heldur verslunum eins og BT í bissnis og gerir þeim kleyft að fremja glæpi eins og að selja P4 tölvu með SDRAM.
Það fyndna er að ef maður tekur sér tíma og treystir á sjálfan sig þá er ekkert mál að setja saman sína eigin tölvu eins og allir sem hafa prófað það ættu að vita.
Ég tók mig til í sumar og setti saman mína eigin tölvu alveg frá a til ö. Sá hluti af því verki sem tók mestann tíma var að fara út og kaupa hlutina því að þegar ég var kominn með alla hlutina í hendurnar tók það mig uþb 30 mín að púsla þessu öllu saman (ef frá er talin smellan á helvítis CoolerMaster kælingunni sem ég keypti sem hafur örugglega tekið uþb korter að klína á með tilheyrandi munnsöfnuði og áreynslu) og allt keyrði upp yndislega, ég setti upp windows og ekkert mál, nokkuð stoltur af sjálfum mér.
Svo gerðist það sem allir sem eru að setja saman sínar eigin vélar óttast mest, græjan bilaði! Svo heppilega vildi til að með móðurborðinu sem ég keypti (MSI KT3-Ultra ARU) fylgdi græja sem heitir D-Bracket, sniðugt dót sem kemur inní eina af kortaraufunum aftan á kassanum með tveimur USB tengjum og fjórum diagnostic leddum.
Ég fylgist með þeim og viti menn kemur í ljós að vandamálið liggur í “Memory Interface Initialization” og ég hugsa AHA! minnið gallað, ég hringi í Tölvuvirkni.net þar sem ég hafði keypt minnið, örrann og harða diskinn (hafði meira að segja fengið það sent uppað dyrum). Viti menn þó að það sé sunnudagur þá svara hann samt og segir mér bara að koma með tölvuna til hans og hann skuli skoða þetta (á sunnudegi!), ok ég keyri til Grindavíkur (ekki eins langt og maður heldur) og hann tekur til óspilltra málanna og byrjar að prófa allt fram og til baka og spjallar við mig á meðan og uppúr dúrnum kemur að auðvitað var ekkert að Kingston minninu sem hann seldi mér heldur var þetta vandamál í móðurborðinu, en eins og það hafi ekki verið nóg þá prófar hann líka fyrir mig skjákortið og örgjörvann. Ekki lætur hann staðar numið þar heldur tekur hann CoolerMaster kæliplötuna og hendir henni og gefur mér aðra og betri. Svo þegar ég er að staulast út með tölvuna alveg gáttaður á þvílíkri ofurþjónustu ég hafi verið að fá býður hann mér að þyggja kaffi og með því. Hvað haldiði að ég hafi svo borgað fyrir að láta fara svona svakalega yfir tölvuna mína? ekki krónu.
Jæja nóg um það ég fer aftur í bæinn og á fimmtudaginn næsta fer ég með tölvuna á verkstæðið hjá Tölvulistanum sem ég hafði einnig valið að versla við því að ég hafði heyrt góða hluti um þjónustuna hjá þeim. Jújú ekkert mál þeir taka við henni umorðalaust og segja að hún verði tilbúin eftir helgi, ok segi ég þeir hafa mikið að gera osfrv. þó svo að það taki í mestalagi 20-30 mín að skipta um móðurborð, svo á öðrum degi hringir kærastan í þá (því ég var úr bænum alla vikuna) að spyrja um tölvuna, “nei hún verður ekki til fyrr en á morgun” segja þeir, ok hún hringir daginn eftir og fær sama svar. Svo er það ekki fyrr en ég fer sjálfur uppá verkstæði til þeirra á föstudegi viku seinna að ég loksins fæ tölvuna mína til baka og þegar ég spyr hvað hafi tekið svona langann tíma verður fátt um svör, ég spyr líka hvað hafi verið að og fæ svar einhversstaðar á milli ehm og duh.
Ég kem heim með tölvuna og kemst að því að þeir höfðu bara gefið sér tíma til að skipta um móðurborð, ekki einusinni tengt kassaleddana rétt.
Svart og hvítt?
Nú kemur að svarinu við því af hverju ég sé búinn að vera að röfla þetta um mína reynslu, jú málið er það að það er ekki nóg að velja rétt vélbúnaðinn frá réttum framleiðanda, heldur getur jafnvel skipt meira máli hvaðan sá vélbúnaður er keyptur. Ég vil þessvegna byðja ykkur um að spyrjast fyrir um hvar fólk hafi fengið besta þjónustu.
Það skal einnig tekið fram að seinna þá þurfti ég aftur að fara með tölvuna á verkstæði hjá Tölvulistanum og fékk þá alveg hreint frammúrskarandi þjónustu eftir að ég hafði sagt þeim frá skiptum mínum við þá síðastliðið sumar.
Svo að lokum langar mig að benda þeim sem hafa áhuga á að setja saman sína eigin að skoða frábærar how-to greinar sem er að finna hjá tomshardware.com um einmitt þetta mál:
<a HREF="http://www.tomshardware.com/howto/02q3/020904/index.html“>Building Your Own PC, Part 1 Know-How for Do-It-Yourselfers</a>
og
<a HREF=”http://www.tomshardware.com/howto/02q3/020918/index.html">Building Your Own PC, Part 2: Assembly Step by Step</a>
Rx7