Nú er tíminn til að kaupa minni. Eins og fólk hefur kannski tekið eftir þá hefur verð á minni verið að lækka stöðugt frá því í sumar(ekki RAMBUS að vísu). Þó svo að verð á minni sé miklu hærra hérna heima þá er verð á 128Mb 133mhz kubbi komið niður fyrir þau mörk að telja mætti það dýrt. Nú er hægt að næla sér í 128mb kubba á UNDIR 14ÞÚSUND KRÓNUM. Sem mér finnst hreynt gjafaverð. Þeir sem fylgjast með verðinu á sharkyextreme.com hafa séð að minni heldur ennþá áfram að lækka þannig að við hérna heima gætum átt von á enn meiri lækkunum. En hvenær er verðið komið í “rock bottom” ? Nú á næstunni mun nýtt minni ryðja sér til rúm í tölvugeiranum sem gerir gamla minnið ,sem flest okkar nota í dag , úrelt. Þá munum framleiðendur væntanlega hætta að framleiða minnið og þá mun verð hækka aftur.
Spurningin er bara hvenær þetta verður. Sjálfur tel ég að verð fari ekki að hækka á minni aftur fyrr en eftir svona 2 mánuði en þar sem ég er engin spákona þá sel ég það ekki dýrara en ég keypti það ;)