Stutt umfjöllun um Dell Inspirion 8200:
Tölvan er í stærri kantinum. Hún er þung miðað við fartölvur og hitnar mikið á botninum og þá sérstaklega þegar hún keyrir á fullum hraða. Þegar tölvan er tengd við rafmagn þá stillir örgjörvinn sig á 1.6ghz eða 1.2 en þegar hún á rafhlöðunni stillir hann sig á 800mhz eða 1.2 ghz allt eftir þörfum. Þar sem þessi tölva verður frekar heit þá er hún ekki beint hentug sem kjöltutölva.
Skjárinn er hreint og beint frábær. Upplausnin á skjánum er 1400x1050 og hélt ég að það myndi verða of hátt til þess að ég gæti séð á hann, en öðru nær(ath hægt er að fá þessa tölvu með stærri skjá og einnig minni en ekki í því tilboði sem Ejs er með). Myndin er mjög tær og skörp. Hægt er að tengja tölvuna við annan skjá og fá þannig tvöfalt skjárými sem virkar bara ótrúlega vel.
Skjákortið í vélinni er Geforce 4 Go 444 64MB. Oookey Þetta er örugglega besta skjákort sem hægt er að fá fyrir fartölvu, punktur. Ég keyrði 3Dmark 2001 og fékk eitthvað um 5000 til 6000 stig sem er alveg rosalega gott, miðað við að gamla tölvan mín með AthlonXP1800 og Geforce256 SDR náði 2100. Einnig prufaði ég demo af Unreal2003 og hann hökti ekki :)
Einnig er SVHS/SVIDEO tengi á tölvunni til að tengja við sjónvarp og líka SPDIF(man ekki skammstöfunina) til að tenja við DolbyDigital eða DTS magnara.
Rafhlaðan endist frá 2klst til 3.5 klst. Hægt er að skipta út diskettu drifinu og setja annað batterí og fá allt að 8tíma endingu úr vélinni.
Vélin er bæði með “touchpad” og “ereaserhead” til þess að stjórna bendlinum sem er mjög þægilegt þar sem mismunandi aðstæður krefjast mismunandi tóla. USB og PS2 tengi eru til staðar til að tengja við venjuleg lyklaborð og mýs.
Lyklaborðið er ekki með innbrenndum íslenskum stöfum sem er frekar hallærislegt og hefði ég frekað viljað fá það án límmiðana og vera þess í stað bara með það á ensku. Það heyrist lítið í því þegar maður vélritar sem er kostur, mjög mikill kostur. Þó svo að tölvan hitni mikið á botninum þá kemur þessi hiti ekki fram ofan á henni eða þar sem maður hefur hendurnar á lyklaborðinu(sem er mjög gott :) ).
Í tölvunni er 20gig diskur sem er of lítið og einni geislaskrifari og dvd drif. Skrifarinn er 24 hraða með “variable” hraða, það er að segja hann skrifar hægt fyrst en fer svo á fullaferð. Einn 80mín diskur tekur 6mín að skrifa.
Vélinni fylgir WindowsXp Home , MS Works, og eitthver antivirus.
Það er auðvitað netkort og modem í vélinni en ekkert þráðlaust netkort. Það er hægt að bæta úr því auðvitað með því að setja svoleiðis kortí miniPCI raufina eða PCMCIA(stafað svona?). Ég veit ekki hvort Ejs sé með svona kort til sölu.
Tölvan er þung, öflug og gríðarlega dýr. En fyrir þá sem vilja færanlega vinnustöð ásamt að losna við hlunkinn af skrifborðinu sínu(og fá sér minni hlunk) ættu virkilega að skoða þessa vél. Ef þú vilt fá tölvu fyrir word/exel vinnslu með stórum skjá, leitaðu þá annað. Þetta er einfaldlega of öflug tölva til að nota í Word :P
herru þetta varð bara ekkert stutt
Spirou Svalsson