Shuttle skókassar... Loksins eru komnar x86 tölvur sem mig langar í. Ég er orðinn svo þreyttur á leiðinlega ryksugukassanum mínum. (Hvenær skyldi maður fá kassa sem hægt er að opna án þess að skilja eftir blóð út um allt?).
<a href="http://shuttleonline.com/“>Shuttle</a> framleiðir tölvur sem eru á stærð við skókassa. Þessar vélar eru ótrúlegar; Þær nota standard íhluti, ekkert fancy eins og Apple notar. Þær koma með öllu á móðurborðinu: Netkort, hljóðkort, USB, Firewire go skjákort. Nýlega fór Shuttle að bjóða tölvu með 4X AGP rauf, og því er fátt eftir sem þarf að tengja.
Þessar tölvur eru með 2 raufum, 2 PCI eða 1 AGP og 1 PCI. Pláss er fyrir 1 5.25” tæki (CD-ROM) og 2 3.5“ tæki. (Floppy & HD). Ég var að láta mig dreyma um að kaupa <a href=”http://www.shuttleonline.com/spec.php3?model=ss51“>svona kassa</a>, setja í hann 1 CD-RW/DVD drif, sleppa floppy (hver notar orðið floppy í dag, nema í neyð?), og 80GB disk. Síðan mætti skella sæmilegu skjákorti í AGPið og þarna er ég kominn með þokkalega tölvu.
Kassarnir eru hannaðir til að vera hljóðlátir, nota t.d. vökvakælingu, og stórar viftur til að draga úr hávaða. (Tölvan mín er að gera mig vitlausan).
Þess má geta að Shuttle er að vinna með NVidia til að smíða sérstakt AMD/nVidia box, það væri akkúrat það sem ég er að leita að, SS51 boxið notar Socket 478. (Lítill fugl sagði að það væri væntanlegt í september)
Nokkrar umfjallanir:
<a href=”http://www.viahardware.com/ss51xpc_1.shtm“>viahardware.com</a>
<a href=”http://firingsquad.gamers.com/hardware/ss51g/def ault.asp">firingsquad.gamers.com</a>
J.