Mínir hörðu diskar:
-IBM, Deskstar DJNA 371350, 13.5gb, 7200sn, DMA66-
Virkar mjög vel, aldrei neitt vesen. Kann mjög vel við hann og eftir að ég keypti hann ákvað ég að halda tryggð minni við IBM. Það eina sem ég get sett út á hann er “hugsihljóðið” sem mér finnst svoldið hátt. Engin kæling en mér finnst hann ekki hitna neitt sérstaklega, volgur en ekki heitur.
-Maxtor, eitthvað, 3.2gb, 5400sn, DMA33-
Þessi diskur var master (þeas. innihélt stýrikerfið, stillingar og uppsetningar) í servernum mínum og mig grunar að það sem hafi drepið hann hafi verið spin-up og spin-downs… Hann allavega dó hjá mér, mér til mikilla vonbrigða. Aldrei aftur Maxtor takk. Hann var kældur með 8cm kassaviftu og alltaf kaldur við snertingu. Fékk alltaf lúxusmeðhöndlun OG yngstur af þessum gömlu diskum!
-Quantum, Fireball, 6.4gb, 5400sn, DMA33-
Ótrúlega sterkur diskur sem að hefur þolað mörg högg og margar millifærslur milli tölva. Hann gefur frá sér undarlegt hávært leiðindahljóð (líklega sökum fortíðar sinnar) en hann virkar alltaf jafn vel. Hann er líka hluti af servernum mínum og stendur sig með prýði. Kældur með 8cm kassaviftu og sjaldnast í gangi (spinned down), mjöööög kaldur.
-Quantum, Fireball, 1.2gb, ?-
Arftaki Maxtor disksins. Er ekki kominn með neina rosalega reynslu á hann en hann hefur amsk. verið í gangi stöðugt núna í þónokkurn tíma (80 dagar sem stendur frá síðasta rístarti), þeas. ekkert spin down eða mjög lítið enda alltaf eitthvað smásnatt á honum. Kældur auðvitað eins og hinir. Hann virkar mjög vel það sem komið er.
-Fujitsu, ?, 512mb, ?-
Þessi er orðinn nokkuð gamall en hann virkar ennþá og það mjög vel. Hann er ókældur sem kemur ekki að sök þar sem hann er nánast aldrei í gangi. Ég hef góða reynslu af Fujitsu diskum. Vinur minn á 8gb þannig disk og hann hefur þolað margt.
Ég á einhverja fleiri en þeir eru ekki í notkun eins og stendur…
Ég notaði Samsung disk (20gb, ATA100, 5400sn, Computer.is) í eina tölvu sem ég setti saman fyrir nokkru síðan. Ég kunni mjög vel við hann. Það var ágætis hraði í honum, nokkuð hljóðlátur (miðað við mína gömlu diska amsk. :p ) en ég get ekki sagt neitt um áreiðanleika eða hversu vel hann þolir álag. Það eina sem ég veit er að hann virkar ennþá :)
Ég hef ekki ennþá átt eða fiktað með WD disk.
Það er ekki gott að leggja traust sitt á S.M.A.R.T kerfið. Það hefur þann orðspor á sér að láta þig vita um hrun, rétt eftir að hrunið á sér stað… eða hvernig sem það er… það hefur allavega ekki orðspor áreiðanleika :)