með intel örrunum fylgir venjulega bara þessi standard retail vifta sem er meira en nóg fyrir þennan örra en ódýru amd örrarnir eru oftast bara seldir í oem pokum svo að kaupandinn geti farið sjálfur að kaupa eitthvað brjálað kælidót
ég veit ekki betur en að intel p4 örrar keyra allir bara 1.5 CoreV á meðan amd xp notar 1.75v, og komandi Thoroughbred 1700-1900+ noti 1.5v,2000-2100+ noti 1.6 og 2200+ 1.65v, og var það ekki vegna fyrstu amd k7 örrana sem fólk þurfti að fara að skipta yfir í 300w power supply og helst finna sér eitt með “amd approved” miða
þetta er líka alveg áhugavert:
http://www6.tomshardware.com/cpu/02q2/020610/thoroughbred-05.htmlþó að nýr intel örri sé yfirleitt ekki á viðráðanlegu verði þá þarf maður nú ekki að bíða lengi þar til þeir lækka, td er intel 1.8ghz á ca 25.000 og 2.2ghz á 35.000 (í retail pakkningu með viftu), á meðan amd xp 2000+ kostar einhvern 20.000 kall + 5.000kr í kælibúnað….
eftir að hafa verið töluvert í kringum þessa örra, samsetningar og þessháttar þá veit ég að ég mun seint fá mér amd örra…. miklu meira hitavesen, kerfin yfirleitt óstöðugri og fleyri vandamál til að leysa, intel dótið hefur einfaldlega bara alltaf virkað…. ég var áður intel maður, var næstum búinn að skipta yfir í að vera amd gaur (samt enginn “chiptrooper” eins og tommi kallinn kallar það), en allavega af minni reynslu er ég viss um að ég muni halda mig við intel…
ég vel stöðugleika framyfir örlítinn hraðamun, td eru núna komnar svona helvíti flottar merkingar á nýju amd borðin:
http://www6.tomshardware.com/cpu/02q2/020610/thoroughbred-02.html … tölvan bara slekkur á sér í miðjum leik (eða whatever), góð lausn :)
kv valu