Eftirspurnin hefur verið það mikil að söluaðilar eru farnir að okra verulega á uppgefnu listaverði, sem er 299$. Heyrst hafa tölur á bilinu 500-900$. Einnig hefur frést af kaupendum sem hamstra tækin hjá dreifingaraðilum og setja svo á sölu á netinu, oftast á uppboðsmarkaði þar sem menn eru að yfirbjóða hvorn annan. Þar hafa tölur verið á bilinu 1000-1400$.
Ljóst er að takmarkaður fjöldi unglinga munu njóta PS2 yfir jólin ef eftirspurnin fer ekki minnkandi. Ekki er búist við því enn sem komið er því fjöldi PS1 í Bandaríkjunum er í kringum 25 milljónir. Og Sony sem áætluðu að selja um 3 milljónir leikjavéla milli octóber og mars eru vonlitlir um að ná fleiri vélum úr framleiðslu á þessum tíma.
Jólagjöfin í ár verður allavega ekki PS2 ef þetta er raunin.
Dreitill
Dreitill Dropason esq.