Eftir að hafa lesið postinn frá BOSS og einnig vegna þess að ég er að fara að byggja mína eigin vél þá fór ég að velta fyrir mér hvaða kælingu maður ætti nú að setja á AMD örrann sem kemur til með að verða hjarta vélarinnar.
Þar sem hugarar virðast hafa þónokkurn áhuga á hitamálum þá datt mér í hug að það gæti verið sneddí að skrifa bara grein um málið.
Í þessum samanburði ætla ég bara að tala um græjur sem fást hér á landi, þó að framboð á almennilegri örgjörvakælingu sé sorglega lítið hérna á klakanum, ástæðan fyrir því er að það yrði bara endalaust maus að reyna að standa í því að röfla um ALLA kælana sem til eru á markaðnum.
Mig langar að bryja á að óska Tölvulistanum til hamingju með furðu gott úrval kælilausna (og nei ég vinn ekki hjá þeim og er ekkert tengdur þeim).
Til að fá samanburð á frammistöðu kælanna notast ég við °C/W (munur á lofthita og hitanum á örranum) tölur frá <a HREF=HTTP://www.dansdata.com/coolercomp.html>Dansdata.com</a> vegna þess að þar er mesti fjöldi mældra kæla og einnig finnst mér hann nota bestu aðferðina við mælingar. Því miður fann ég ekki tölur um alla kælana sem fást hér á landi en svona er það nú.
Cooler Master HCC-002 skorar 0.58°C/W og fæst hjá Tölvulistanum fyrir “aðeins” 6.990kr.
Cooler Master HCC-001 stendur sig jafn vel en kostar hinsvegar tvöþúsundkalli meira eða 8.990kr. hjá Tölvulistanum
Cooler master DP5-6I31C skorar 0.74°C/W með 4500rpm viftu en fæst bara með 3500 rpm viftu hjá Tölvulistanum fyrir 2.990kr.
Cooler Master EP5-6I51-A1 skorar 0.79°C/W og fæst hjá Computer.is fyrir 2.150kr.
Glacialtech Igloo 2310 skorar hjá Dansdata 0.78°C/W meðan framleiðandi segir 0.59°C/W fæst meðal annars hjá Tölvuvirkni.net og kostar þar 1.500kr.
Glacialtech Igloo 2400 er ekki testaður hjá Dansdata en ef maður reiknar út muninn frá 2310 milli framleiðanda talna og Dansdata talna fær maður út 0.58°C/W miðað við að framleiðandi segir 0.44°C/W. Fæst á sama stað og hin og kostar 2.000kr.
Thermaltake Dragon Orb 1 skorar 0.74°C/W og fæst meðal annars hjá Computer.is þar sem hún kostar 2.000kr.
ThermalTake Dragon Orb 3 skorar 0.65°C/W og fæst hjá Þór fyrir 3.500kr.
ThermalTake VolcanoII skorar 0.74°C/W og fæst hjá Hugveri fyrir 3.400kr.
Globalwin WBK-38 skorar 0.64°C/W og fæst hjá Þór fyrir 3.000kr.
Það kemur á óvart hvað kælarnir hjá Tölvulistanum eru dýrir, hvergi annarsstaðar tókst mér að finna jafn há verð á kælum og hjá þeim, en þesir dýru kæla fást náttúrulega ekki annarsstaðar þannig að ekki er hægt að fá neinn samanburð.
Mér tókst því miður ekki að finna fleiri kæla sem fjallað var um á Dansdata en ef fólk finnur umfjallanir um aðra kæla sem fást hér á íslandi væri mjög vel þegið ef það væri sett í svör við þessari grein.
Með kveðju,
Rx7