Nýlega gerði THG samanburð á móðurborðum með VIA KT333 kubbasettinu. Í framhaldi af því datt mér í hug að það væri sniðugt að skoða hver af þessum borðum fást hérna á klakanum og hvað þau kosta.

Ég ætla ekki að fjalla um kosti og galla VIA KT333 kubbasettinu heldur bara móðurborðin sem nota þetta kubbasett.

Eftir að hafa séð video-ið frá THG þar sem þeir taka kælana af ma. P4 og Athlon XP þar sem sá síðarnefndi bókstaflega brann upp með reyk og látum hafa margir forðast að kaupa sér Athlon XP. Nú eru hinsvegar komin á markað móðurborð sem taka við boðum frá hita díóðu sem er byggð inní sjálfan örrann og slökkva á sér sjálf ef hitinn fer uppfyrir visst mark. Þau móður borð sem hafa þessa tækni eru ASUS A7V333 og Soltek SL75-DRV5.

Hér kemur svo listinn yfir þau móðurborð sem ég fann í verslunum hér á landi, raðað í engri sérstakri röð, hvar þau fást og hvað þau kosta. Ef einhver veit um eitthvað sem ég hef misst af væri vel þegið að viðkomandi setti þær upplýsingar í svar við þessari grein.

Gigabyte 7VRXP: 19.990 Computer.is
Lenti í efsta sæti hjá THG, með RAID

ASUS A7V333: 29.880 Boðeind
ASUS hefur orð á sér fyrir áreiðanleika og gæði og er líka eitt af aðeins tveimur með virkri vernd gegn ofhitnun

Soltek SL75-DRV5: 21.476 Netbudin.is
Hitt borðið með virkri ofhitnunar vernd, fyrir miðju hvað hraða varðar

MSI KT3-Ultra-ARU: 21.900 Tölvulistinn
Lenti í einu af neðstu sætunum í hraða samanburði en er eitt af bestu borðunum hvað aukabúnað og fídusa varðar, með RAID

Shuttle AK35-GTR: 19.800 Tölvuvirkni.is
Lenti í fimmta sæti á eftir ASUS borðinu, með RAID

Öll borðin eru með onboard hljóði og öll borðin styðja ATA-133.

Bestu kaupin hér eru án efa Gigabyte 7VRXP á 19.900 en ef maður vill vera öruggur með að grilla ekki örrann sinn þá myndi maður velja annað hvort ASUS A7V333 eða Soltek SL75-DRV5 en þar sem ASUS borðið er góðum 8000 kalli dýrara myndi ég frekar velja Soltekinn.

Rx7