Mér datt bara í hug að koma með smá grein um hvernig örgjafar og yfirklukkun virka og hvað er best að gera til að fá öfluga tölvu fyrir mikinn og lítinn pening…

Örgjafi (CPU):
Amd og Intel eru aðal framleiðsluaðilar örgjafa í dag eins og flestir vita… Amd eru mikið ódýrari en hafa hærri bilanatíðni.
Intel eru hinsvegar mun dýrari og endingarlengri. AMD skýrir örgjafana sína (MP&XP Athlonana) Eftir getu þeirra samanborið við Intel örgjafana t.d Amd Athlon 1500XP+ gengur á 1320mhz Hraða.
Margir segja að AMD hafi vanmetið Athlon XP örgjafana og t.d 1500XP+ gengur stundum hraðar en 1600mhz intel Pentium 4.

Móðurborð:
Hérna koma ASUS og ABIT best inn, fyrir yfirklukkun allavega, annars eru MSI móðurborð góð og AOpen einnig.

Minni:
Þú velur þér eina af þrem tegundum af mynni SDRAM 133PC, DDR 266-400PC og RDRAM 533-1200PC. SDRAM er það sem flestir venjulegir notendur eru með, þetta gamla góða..Ég mæli líka með því fyrir yfirklukkun því það hitnar mikið minna en DDR minni. DDR stendur fyrir Double Data Rate.. sem segjir okkur að það er helmingi hraðara en SDRAM, ddr er dýrara en SDRAM. RDRAM (RAMBUS, RIMM) Þetta er það fljótasta á markaðnum í dag, þetta styður aðeins Intel örgjafa og er meira en helmingi dýrara en hin tvö. Yfirklukkari notar ALDREI minna en 265 innra mynni, ég nota sjálfur 512 en er að hugsa um að fá mér 1024 =)

Skjákort:
Þetta skiptir ekkert of miklu máli þegar yfirklukkun á sér stað, auðvitað er hægt að yfirklukka skjákortið en gerir það eithvað gagn? =)
Ódýr skjákort eru GeForce 2 kortin og þá mæli ég með GeForce 2 GTS 32mb sem kostar 5-10 þús, annars eru til GeForce 4 Ti4000-4600 sem eru á 40.000 til 60.000 þúsund.

Orkugjafi (Power Supply):
Þegar yfirklukkun á sér stað er best að vera með sem öflugastan orkugjafa, ef örgjörfinn fær ekki næga orku getur hann skemmst.

Núna, að yfirklukkuninni sjálfri, það sem þú þarft er allt þetta+góð kæling..ég sjálfur er búinn að panta freonkældann kassa sem kælið örgjafann niður í um mínus 10-20 gráður C°. Annars mæli ég með dragon eða cooler master kössunum sem eru mjög heppilegir til að setja auka viftur í.
Munið:
!!HITINN ER ÓVINURINN!!
Þessvegna skiptir öllu máli að vera með kallt loft sem streymir inn í kassann þinn og heitt loft sem fer útúr honum alltaf. Þetta er gert með því að bæta við viftum. Sjálfur er ég búinn að bora fyrir viftugötum í hliðina á mínum kassa til að fá loft kallt loft inní hann. síðan eru göt ofarlega á honumm til að ýta heita loftinu út (hitinn leitar upp)

Örgjafinn ykkar virkar á þennann hátt:
Í örgjafanum er svonefndur MULTIPLIER og annað sem nefnist FBS (frontside busspeed) þessir tveir hlutir sinnumaðir ákvarða hraðann á örgjafanum þínum. semsagt multipler x FBS= hraðinn á örranum… Ég er að nota amd athlon 1800xp+ sem er með multiplier 11.5 og FBS er 140, 11.5x140=1610 .venjulega gengi hann á 11.5x133=1530 , en ég hækkaði FBS uppí 140 til að gera hann hraðari
þetta heitir að overbussa, við þetta fór líka hitinn á örgjafanum frá 20C° uppí 25C°. Þegar ég ætlaði að hækka það meira kom
vandamál. Með venjulegri kælingu vill FBS hraðinn ekki fara upp um meira en 140 og á ekki að gera það, windowsið startaðist ekki og ég þurfti að lækka FBS aftur frá 145 í 140. Ég veit ekki nákvæmlega skýringuna á þessu en ég á eftir að komast að því seinna. Þannig núna var ég fastur í 1610 mhz með 1.8 AMDinn minn
(1610 er hraðinn á 1.9 AMD btw:). Þarna kom vandamál sem ég varð að laga, því auðvitað vildi ég overclocka meira, ég fer og reyni að hækka Multiplierinn frá 11.5 uppí 12 með því að ýta á litla takka á móðurborðinu. Ekkert gerist og ég skil ekkert í neinu.
Það sem ég komst að er það að Multiplierinn er neflilega aðeins jafn hár og L brýrnar (bridges) á örgjafanum, á mínum örra eru 11 og hálf L brír..þú sérð L brírnar með því að lesa örsmáu stafina á örgjafanum sjálfum (L1,L2,L3…). Hérna kemur að því erfiða við að yfirklukka AMD örgjafa þú þarft að breyta L1 brúnni og þá er þetta komið, þetta er mjög flókið ferli og hver sem gerir þetta gerir það á SÍNA EIGIN ÁBYRGÐ, ÁBYRGÐIN Á ÖRGJAFANUM TAPAST VIÐ AÐ GERA ÞETTA OG ÉG NÉ HUGI.IS TÖKUM ENGA ÁBYRGÐ Á ÞVÍ:
Leiðbeyningar er að fynna hérna:

þetta er mjög skýrt og vel gert myndband sem sem er búið til af mönnum á http://www6.tomshardware.com (já það er http://www6.)

Ef þú ert að hugsa um að overclocka mæli ég með þessum síðum:
http://www.overclockers.com
http://www.ocshoot.com

Kassinn sem ég er að nota er freonkældur og fæst hér
http://www.vapochill.com
eða hér
http://www.asetek.com

Endilega Spurja mig um eithvað =)
Vona að þetta hafi hjálpað einhverjum.

Takk Fyri