Mér finnst alveg nauðsynlegt að segja frá því þegar maður lendir í því að fá góða þjónustu það gerist ekki hvar og hvenær sem er. Ég var að versla mér tölvu-græjur í síðustu viku sem virkuðu ekki eins og þær áttu að gera þegar á reyndi, nema hvað það var eitthvað sem varla hefði verið hægt að sjá fyrir en hann Björgvin í Tölvuvirkni.net sem seldi mér þessa hluti brást hinn besti við greindi bilunina og bauðst til að skipta við mig og sagði það markmið sitt að skilja við viðskiptavininn sáttan og ánægðan (þetta er nú eitthvað sem maður er ekki vanur að heyra)og það er sko óhætt að segja að ég hefi gengið út sáttur við hann og hans fyrirtæki, ég er ákveðinn í því að ég mun beina öllum mínum tölvu-viðskiptum til hans í framtíðinni, sjálfur er ég að gera við tölvur heima þar sem það er áhugamál hjá mér og ég hef verið að skoða verðin á markaðnum og nánast undantekningalaust þá er hann með ódýrustu tölvu-íhluti á Íslandi fyrir utan að hann er liðlegur í að gefa ráð og hjálpa í gegnum símann eins og hann getur og það kostar EKKI NEINAR 99,90 á mínútu eða meira. Ég vil benda öllum á sem vilja kaupa sér eitthvað í tölvuna sína að versla hjá honum. Það er aðdáunarvert að lítið bílskúrs-fyrirtæki í Grindavík skuli vera að taka alla tölvurisana hérna í Reykjavík svoleiðis í rassgatið hvað verð og þjónustu varðar. Kærar þakkir EJK
http://www.tolvuvirkni.net/