Þar sem ekki virðist vera hægt að svara greininni á venjulegan máta geri ég það hér:
Þú talar um að BT bjóði mjög lágt verð á tölvuhlutum.. ég hef ekki tekið eftir því hingað til.. computer.is t.d. eru með lægra verð en þið (oftast).. en það er nú ekki eins og það sé hægt að sjá íhlutaverðlistann hjá ykkur á netinu því hann er uppfærður á svona 2-3 mánaða fresti.. síðast uppfærður 8. september.. ég býst við að þetta sé ekkert sem þú berð ábyrgð á en sem starfsmaður BT, getur þú þá ekki komið því á framfæri við þann sem sér um vefinn að það væri kannski sniðugt að uppfæra verðlistann oftar svo maður geti séð þessi lágu verð ykkar? :)
Og þú nefnir að 80-90% af öllum símtölum séu kvartanir.. það er eitthvað MIKIÐ að verslun þar sem 80-90% af öllum símtölum eru frá óánægðum viðskiptavinum!