Hættulegir geisladiskar <b>Hættuleg geisladrif</b>

Mig langar að benda fólki á að vera ekki að kaupa datatrax diska eins og þeir heita. Það á líka aðeins að nota highquality diska í geisladrif sem eru hraðari en 52x.

Ég lenti í því fyrir nokkrum dögum að ég var að nota datatrax disk við uppsetningu á windows 2000(security backup sem er löglegt).

Tölvan var með 52x geisladrif frá siemens að mig minnir.

Í enda uppsetningar heyri ég þennan svakalega hvell. Ég giska auðvitað strax á að 1800XP örrinn hafi sprungið og slekk strax á tölvunni. Við á verkstæðinu förum strax að grennslast fyrir um hvað þetta gæti hafa verið og finnum geisladiskahulstur liggjandi á gólfinu. Við giskum á að það hafi lent á gólfinu og framkallað þennan hvell. Ég ríf smá í hárið á mér í bræði fyrir að hafa
slökkt á vélinni í miðri win2k uppsetningu. Ég tel mér samt trú um að það sem ég hafi gert hafi verið það rétta. Til að vera viss um að þetta hafi ekki verið örgjörvin, þefa ég smá í vélinni og
kanna hitann með puttunum. Að því loknu kveiki ég aftur á vélinni. Hún ræsist venjulega og tekur til við einhverskonar resume á uppsetningunni. Svo biður hún um win2k diskinn…
Ég reyni auðvitað að vísa henni á D: (geisladrifið) en hún vill ekki finna diskinn þar. Ég ýti þá á eject á geisladrifinu en ekkert gerist. Ég tjilla á því vegna þess að þetta hefur komið fyrir mig áður, ætti að lagast eftir smá reboot. Nei…reboot er vita gagnslaust, geisladrifið vill barasta ekki opnast.

Eins og margir eflaust vita þá er smá gat framan á geisladrifum í til að nota í svona tilfellum, þá er hægt að stinga einhverju í gatið, ýta, og þannig opna geisladrifið handvirkt. Ég ýti og ýti en það virðist ekki virka. Ég sé frammá langt kvöld…

Ég slekk á tölvunni, tek kaplana af geisladrifinu og ætla að fara að taka það úr. En viti menn, hvað sé ég ofarlega framan á geisladrifinu. Það er smá plaststykki fyrir ofan loaderinn á flestum geisladrifum. Hluti af þessu plaststykki var boginn, hann hafði færst ca 1-2 mm niðurávið. Samt ekki nóg til að vera tálmi fyrir loadernum. Ég tek geisladrifið úr og ætla að láta það á borðið, en við þennan smá hristing heyri ég eins og það sé mikið af lausu drasli innan í drifinu!
Eins og að vera með dós, fyllt að einum fjórða með nöglum. Ég fatta auðvitað strax að eitthvað er verulega að þessu geisladrifi.
Ég reyni aftur að opna geisladrifið handvirkt með bréfaklemmu og eftir smá basl tekst það. Útúr geisladrifinu detta smá límmiðalufsur sem og “mylsnur og brot” af geisladisknum.

Geisladiskurinn hafði sprungið og krafturinn hafði verið svo mikill að hægt var að sjá eitt brotið framaná geisladrifinu. Litlibróðir minn, sem á þessa tölvu, sat fyrir framan tölvuna og
hefði getað fengið þetta brot í höfuðið ef þetta litla plaststykki hefði gefið sig. Einnig var hann með smá hausverk og illt í eyrunum útaf þeim hvell sem kom.

Ég fer heim, fæ mér að borða og fer svo aftur í vinnunna.

Næsta atvik, sama tölva, 3 klst seinna.

Notuðum upprunalega windows 2000 geisladiskinn til að setja upp windowsið á vélina. Ég finn geisladisk sem ég á sem inniheldur allt það helsta fyrir tölvuna (service packs, drivers, directx og meira). Hann er af gerðinni datatrax. Ég set allt upp á tölvunni og prufa quake á henni. Allt virkar eins og í sögu. Ég fer að vesenast í annari tölvu, hef kveikt á tölvu litlabróður míns.

Eftir tíu mínútur eða eitthvað álíka fer geisladrifið í tölvu litlabróður míns að keyra sig upp. Ég veiti því smá athygli og fylgist með tölvunni hans. Áður en geisladrifið (glænýtt 56x Aopen
drif) kemst á fullan snúning, kemur þessi svakalegi hvellur!
Ég hristi hausinn, frekar leiður á þessu öllusaman…
Geisladiskurinn fíni ónýtur, sem og geisladrifið.

Þetta er málið með þessa geisladiska. Ef þeir eru af lélegri gerð þá er möguleiki á sprengingu.

Þetta var auk þess prufað af einhverjum gaurum í svíþjóð held ég. Endilega að kíkja á þessar myndir sem þeir tóku, sérstaklega myndirnar af því þegar geisladiskabrotin fóru gegnum loftið!
Þetta er stórhættulegt ef maður er með 60x geisladrif. Brotin ættu að hafa það mikinn hraða að þau gætu farið gegnum coverið og í þig!

Ég tapaði góðu safni af gögnum, skrifuðum windows2000 diski og tveimur geisladrif, auk þess að litlibróðir minn var í hættu.

<center><h3> VEIST ÞÚ HVERNIG GEISLADRIF ÞÚ ERT MEÐ? </H3></center>

http://www.qedata.se/e_js_n-cdrom.htm
http://pub76.ezboard.com/fstormtroopersofdeath86604frm46.showMessage?topicID=133.topic
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.