Skv. frétt frá <a href="http://www.storagereview.com/">StorageReview</a > mælir IBM með því að IBM 120MB GXP harðir diskar séu EKKI í notkun lengur en 8 - 11 tíma á dag. Þetta mun vera í framhaldi af því að diskar í 75GXP seríunni hafa verið að hrynja eins og flugur (ekki minn þó..7,9,13) og meðfylgjandi lögsókn á hendur IBM. Því er mjög svo hæpið að mæla með þeim í netþjóna og aðrar vélar sem ganga lengi. Þetta er hin mesta synd því að á meðan þeir virka þá eru þetta hinir bestu diskar.
Storage Review bendir í staðinn á Western Digital og Maxtor diska í staðinn.
JReykdal