Hvernig lýst ykkur á að fá 400gb diska í tölvunna og skjái úr lífrænu efni sem er hægt að rúlla upp eins og rúllugardínur. Þetta er allt að verða að veruleika innan nokkurra ára.
IBM hefur þróað nýja tækni sem gerir þeim kleift að setja meira af gögnum á hverja plötu harða disksins, þeir nefna 400gb (á verði 80gb disks núna). IBM hefur líka fundið nýtt efni sem gerir þeim kleyft að gera skjáinn enn þynnri en LCD, en sú tækni kallast OLED. Hún virkar nokkurnveginn þannig að það er notað lífrænt efni sem gefur frá sér ljós. Þessi tækni er enn á frumstigi.
Eins og flestir vita þarf að þróa nýja tækni til að fá öflugri vélbúnað og núna er INTEL að gera einhverja byltinguna veit ekki alveg hvað og síðan er að koma GeForce 4 ens og margir vita.
Mér finnst að það mætti alveg taka út floppy dikinn eða endurbæta hann, allavegana ekki hafa hann þarna en sérfræðingar spá honum þarna áfram.
En endilega ef þið vitið um einhverjar nýjungar þá endilega segið mér frá því.
Ég las þetta í Tölvuheimum og þaðan koma upplýsingarnar.