Hér kemur smá tölvusaga:
Ég setti XP inn á tölvuna mína og lenti fljótlega í vandræðum. 3Dfx Banshee kortið mitt virkaði ekki lengur í OpenGL leikjum, driverinn fyrir digital myndavélina virkaði ekki, og ég reyndi ekki einu sinni að setja scannerinn inn (leti). Á vefinn fór ég og leitaði að nýjum driverum fyrir Banshee en 3Dfx var náttúrulega gleypt af Nvidia, þannig að ég gat örugglega beðið lengi eftir OpenGL support þar. Og HP sagði að þeir ættu XP drivera fyrir myndavélina, en ég þyrfti að panta nýjan CD til að fá þá. Sem sagt bara eitthvað bull í gangi. Og þar sem ég nennti ekki að bíða eftir nýjum CD, þá ætlaði ég að gerast sniðugur og setti upp win98SE á hinn HDinn minn og hafði hann sem dual boot option. Driverinn fyrir cameruna virkaði fint, EN þá virkaði USB portið ekki í 98SE, bara XP. Hvernig sem ég reyndi, þá kom alltaf eitthvað bug þegar ég reyndi að installera USBinum. Dónalegu fjölskyldumyndirnar voru sem sagt ennþá fastar á camerunni. :)
Þá sneri ég mér að Huga og fór að pósta korkum en án árangurs. Ekki það að það hafi staðið á hjálpinni. Og það var annað vandamál með 98 partitionina. 98 setti ég á F drif, en swap fællinn var á c:\windows, hvernig sem ég reyndi að færa hann, þá var hann alltaf þar. Það þýddi að ef 98 skildi eftir stóra swap fæl, þá var stundum ekki nóg pláss á C fyrir XP að boota upp. Og ég gat ekki skilið af hverju ég gat ekki sett swappinn annarsstaðar, ég hafði gert það áður fyrr, án vandræða.
Þetta með swap fælinn hlaut einhvernveginn að tengjast stillingum á win98. Þá datt mér í hug að prófa eitt. Þegar ég setti inn 98, þá tók ég eftir því að þegar 98 bootaði upp þá innhélt autoexec.bat nokkrar línur, þ.á.m. stillingar fyrir “windir” og “winbootdir”. Þær stillingar vísuðu á c:\windows, ekki f:\windows og fyrir einhverja rælni þá fór ég í msconfig og breytti því í f:\windows og bootaði aftur. Svo labbaði ég bara í burtu, var að skipta á kúkalabba inná baði. Þegar ég kom til baka var tölvan búin að boota upp í 98, en þó ekki alveg, það var einhver lítill gluggi kominn upp og ég hugsaði með sjálfum mér – hvaða bull er núna í gangi. Þá sá ég hvað hvað stóð: New hardware found – USB tengdi prentarinn var allt í einu detectaður. Í Device manager voru engin gul upphrópunarmerki, allt hardware inni. Og viti menn, cameran flaug inn. Og swap fællinn á sínum stað.
Ég vil þakka þeim sem svöruðu mér.
Ég enda þetta eins og ég byrjaði.
Pésar eru skrýtin dýr.