Þetta er skrifað eftir áskorun frá félaga mínum sem fannst sagan of ótrúleg til að geta verið sönn en hún samt sem áður dagsönn frá upphafi til enda.

Svo að við byrjum nú á byrjuninni þá var málið það að fyrir nokkrum mánuðum sá ég fram á það að þurfa að kaupa mér nýja tölvu í staðinn fyrir þessa gömlu sem var 3 ára 500 mhz Compaq vél sem þó hefur staðið fyrir sínu og ekkert klikkað. En spurninginn var sú hvort ég ætti að fá mér Ferðavél eða heimilisvél. Eftir mikla umhugsun og miklar pælingar var heimilisvél fyrir valinu þar sem ég sá fram á það að geta keypt nánast helmingi öflugri vél fyrir sama pening fyrir utan það að það sem ég ætlaði að nota vélina í er það kostur að hafa stóran skjá sem er ekki beint gefins á ferðavélum og hefur hingað til ekki fengist nema 15 tommur.

En hvernig átti ég að vita hvernig vél ég ætti að fá mér, ég sem veit ekkert um tölvur hafa bara haft gaman að leika mér í þeim en ekkert verið að fikta neitt meira en þarf. Þessi sem ég átti hafði dugað alveg fínt án alls fikts af minni og annara hálfu. En svo við rekjum aðeins tölvu sögu mína þá er það þessi áður nefnda Compaq vél og þar á undan var það IBM PS/1 286 vél með 30 mb harðan disk og 2 mb vinnslu minni. Og svo má auðvitað ekki gleyma fyrstu vélinni sem var Commandore 64k með kassettutæki þar sem maður setti leikina í, merkilegir gripir.
Sem sagt ekki hef ég haf mikla reynslu af tölvum á minni ævi en það átti eftir að breytast á næstu dögum og vikum.
En hvernig átti ég að velja mér tölvu, ég vissi ekkert um allar þessar tölur sem alltaf vari verið að tala um, jú annars ég vissi nú eitthvað smá. Ég vissi að stór örgjörvi væri gott og stórt minni væri líka gott og að ég þyrfti að vera með sæmilegan harðan disk til að geyma allt þetta dót sem maður setur í tölvur.
Þar sem ég vissi lítið sem ekkert um tölvur fór ég á stúfana að leyta að einvherjum sem gæti leiðbeint mér í því hvað ég ætti að kaupa. Ég talaði við marga sem þóttust vita mikið og sumir héldu að þeir vissu allt en ég endaði þó á einum sem virtist hafa nokkuð vit á þessu en ég kannski tók soldið stóran sjéns því ég vissi ekkert hver þetta var en ég treysti honum og sé ég ekkert eftir því of fyrir utan það þá fór ég nú sjálfur á stúfana að lesa mig til um þetta allt saman og er eitthvað fróðari um þetta núna. En ég hugsaði það samt eftir á hvað í andskotanum ég væri að treysta einhverjum sem ég þekkti ekki neitt fyrir mínum peningum, ég meina ég keypti nánast það sem hann sagði mér og vher veit nema að þetta hefði getað verið einhver klikkhaus að láta mig kaupa allt það sem passaði alls ekki saman. En þetta var eitthvað sem ég hugsaði eftir á og kannski soldið seint að fara að pæla í þessu þegar tölvudót fyrir næstum 200.000 var komið heim.

En einhverjir hafa eflaust áttað sig á því að ég ákvað að kaupa vél sem var ekki í rauninni vél heldur fullt af einhverju dóti sem átti að setja saman og notabene ég ætlaði að gera það sjálfur með reyndar aðstoð reyndra manna.
En loksins var þetta allt komið heim eftir að hafa pantað þetta í gegnum netið og vil ég þakka dönsku póstþjónustunni fyrir allar sendingarnar frá þeim en því miður fylgdi líka þessu fíni reikningur fyrir öllu þessu góssi. En já ef það hefur ekki komið fram þá er ég búsettur í danmörku þessa stundina.

En þá var að hefjast handa við að setja allt þetta dót saman sem líktist helst sjónvarpinu sem ég braut á ruslahaugunum þegar ég var polli og nú var komið að því að það færi aftur í gang.
Mér var tjáð að þessum ónefnda aðila að setja örgjörvan og viftuna á móðurborðið væri það vandasamasta í þessu og ég það væri betra að ég fengi einhvern að hjálpa mér sem hefði eitthvað vit á þessu og gæti gert þetta fyrir mig. En þar sem ég er búsettur erlendis er ekki hlaupið að því að finna einhvern sem maður getur fengið til að hjálpa sér án þess að taka fyrir það offjár því námsmaður erlendis hefur ekki endalaust af peningum sérstaklega eftir að hafa eytt síðustu aurunum í eitthvað tölvudót sem ekki einu sinni gaf frá sér ljós.

En ég vissi af einhverjum sem sagðir voru hafa reynslu af þessu og ég tók upp tólið og hringdi og spurði hvort hann væri til í að aðstoða mig við þetta eða jafnvel gera þetta fyrir vægt gjald. En allt í einu hafði þessi sem ég talaði við bara enga reynslu í þessu og benti bara á einhvern annan. En ég var ekki tilbúinn að tala við hann enda þekkti ég hann lítið sem ekkert og hann einnig þekktur fyrir annað en að gefa vinnu sína, sem er kannski skiljanlegt en þar sem hann er einnig námsmaður erlendis gat maður kannski ímyndað sér að hann gæti haft not fyrir allan auka pening sem gæfist. En þar sem hann átti það til að rukka óhóflega fyrir sína þjónustu ákvað eg bara að sleppa því að tala við hann.En þá voru góð ráð dýr, ég sá fram á það að þurfa að gera þetta sjálfur sem ég og gerði.

En fyrsta málið hjá mér var að lesa allar þessa bæklinga sem fylgdu með öllum þessum kössum. En ég er ekki þekktur fyrir að gefa mér tíma í að lesa mikið leiðbeiningar og það var nú ekki mikil breyting á því núna en þó samt renndi ég í gegnum þetta og var svo með þetta til hliðsjónar samtímis sem ég setti þetta saman. En ég byrjaði að setja örgjörvan á móðurborðið og þar í rauninni byrjuðu ævintýrinn sem þið eruð að fara að lesa. En þar sem ég vissi ekkert um örgjörva og því síður hvernig hann á að snúa, en ég setti mig í stellingar og byrjaði að setja hann í eins og ég hélt að hann ætti að snúa. En eitthvað virtist þetta ganga illa og ákvað ég að ýta aðeins fastar á hann til að drífa þetta af, ég er ekki að tala um að ég hafi notaða alla mína krafta heldur bara þrýsti létt á þessan litla kubb sem var að taka mig á taugum. En ekki virkaði að ýta fastar þó að það hafi oftast virkað í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Og tók ég þá kubbinn upp aftur og fór að skoða hann betur og sá þá að hann átti alls ekki að snúa eins og ég hélt heldur allt öðruvísi. Þarna var ég nú heldur montinn yfir því að hafa tekið eftir þessu. En þegar ég ætlaði að setja hann rétt í tók ég eftir því að ekki voru allir litlu pinnarnir alveg beinir heldur vísuðu nokkrir pinnar sem staðsettir voru á einum kantinum á kubbnum inn og voru einhverjir þeirra farnir að snerta aðra félaga sína sem stóðu við hliðina á þeim.
Þetta fannst mér ansi undarlegt því ekki var að sjá að það væri eitthvað á móðurborðinu sem gæti tekið við þessu skökku pinnum og þvi hlaut að vera að þeir ættu að vera beinir. Þarna á þessari mínútu þegar ég uppgötvaði þetta fékk í vægt hjartaslag og stóð upp og fékk mér bjór til að róa taugarnar. Þegar bjórinn var búinn tók ég þá ákvörðun að láta þessa smámuni ekki stöðva mig í því að setja saman tölvuna mína sem mig var farið að dreyma um. Og tók ég mig því til og rétti af þessa pinna sem ekki stóðust þennan “létta” þrýsting sem ég framkvæmdi nokkrum mínútum áður.Þetta small ofan í og ég það eina sem ég gat var að vona það besta.

Næst var það viftan. Mér var sagt að þetta væri það mikilvægasta sem mætti ekki að klúðra. Ég tók upp þennan litla kubb og hugsaði með mér hvernig þetta litla stykki gæti eyðilagt allt, þetta var ekki stærra en 2 eldspítustokkar. En ég tók eftir því að það var einhver spenna sem gekk í gegnum alla viftuna og ég tók líka eftir því að hún (spennan) var ekki alveg jöfn löng beggja meginn og það var þá sem ég áttaði mig á því sem var búið að hamra á við mig að það yrði að setja viftuna beint ofan á örgjörvann. Þetta var mikil uppgötvun hjá mér og setti ég viftuna á nokkuð átakalaust ef frá er talið þessi gríðarlega stress sem fylgdi þessu helvíti.

Allt annað var nokkuð einfalt að gera, ég setti skjá og hljókortið og svo harðadiskin og hin drifin tvö, floppy og CD/RW. Það reyndar leit í fyrstu ekki vel út að fara að tengja allar þessar snúrur sm stóðu upp í loftið en það var ekki svo erfitt eftir að ég opnaði gömlu tölvuna mína og sá hvernig þetta var allt saman sett saman.

En svo var komið að því að kveikja á þessu öllu saman og fylgdi því mikil spenna þegar það átti að gerast, nýja tölvan mín átti að fara í gang í dag. Allt var sett í samband og allt græjað og svo var reynt að kveikja á herlegheitunum. Það kom ljós og allt leit vel út en gleðinn var ekki lengi að hverfa út í hafsauga þegar allt þetta dýra dót vildi ekki gefa frá sér eitt bofs. Það gerðist ekkert bara þetta ljós á móðurborðið en annars ekkert annað.
Ekk var ég neitt voðalega svekktur yfir þessu reyndar satt að segja bjóst ég við einhverju sem þessu. En ég tók allt í sundur aftur en ekkert gerðist. Þessa vinnu endurtók ég mörgum sinnum aftur og aftur þ.e.a.s ég reifa allt í sundur sennilega 10 sinnum og setti allt saman aftur, en ekki skánaði vélinn við það. Þarna var ég orðinn orðinn soldið stressaður og beygluðu örgjörva pinnarnir komu sífellt upp í huga mér og þeir hreinlega ofsóttu huga minn í nokkrar klukkustundir.
En þarna ákvað ég að leita mér ráða hjá einhverjum sem hefði vit á þessu og fór með fyrirspurn á Hugi.is þar sem margar tillögur komu fram en einnig fékk ég aðstoð frá aðstoð frá ónefndu tölvuverkstæði í Reykjavík þar sem við fórum yfir stöðuna í gegnum síma. Hann sagði að ég hafi hreinlega prófað allt sem honum datt í hug nema. Já það var eitt sem hann sagði sem gæti verið sökudólgurinn á öllu þessu stressi en því ætla ég að segja ykkur nánar frá.
Þegar maður kaupir svona kassa þá fyndist mér að það ættu að fylgja leiðbeiningar ég veit að það er asnalegt að biðja um upplýsingar fyrir kassa en kommon þetta er nú ekki pappakassi, heldur tölvukassi sem heldur utan um allt það sem tölva þarf að hafa. Og svo fylgdu skrúfur of eitthvað sem líktist helst einhverri misheppnaðari framleiðslu á einhverskonar skrúfu en þetta heitir víst spaser í tölvuheiminum en ég kýs að kalla þá fjarlægðarklossa því það orð er miklu betra auk þess sem það er mikið notað í smíðinni sem er einmitt það sem ég lærði á sínum tíma í iðnskólanum.
En það var einmitt þetta sem var að gera allt vitlaust í vélinni hjá mér, það leiddi út. Já já hættu að hlæja nördið þitt, hvernig í andskotanum átti ég að vita það að allt þetta dótt mætti ekki snertast kommon ég er jú bara smiður. En ég prófaði að taka móðurborðið úr, enn einu sinni. Og ég var að pæla að halda á draslinu og prófa að kveikja þá en ég hugsaði að það væri kannski ekkert sniðugt ef þetta færi nú allt til helvítis og enginn ástæða að ég fari með þangað þó að ég eflaust endi þar einhverntíman. En tók ég mig þá til og setti (ekki hlæja) glasamotturnar mínar undir móðurborðið sem var laust inni í kassanum og prófaði ég að kveikja og viti menn þetta virkaði.

Þetta var mikill léttir og brunaði ég í næstu verslun sem seldi plastskinnur því ekki fylgdu þær með kassanum góða, ætli þær séu ekki einhverstaðar við hliðina á bæklingnum sem ég hefði getað notað nokkrum dögum áður. En eitthvað eru danir aftarlega á merinni í plastskinnu bransanum og voru þá góð ráð dýr, engar plast skinnur. En allt í einu mundi ég hvað maðurinn á verkstæðinu sagði við mig “ef þú átt límband eða eitthvað” hmmm þetta fannst mér snilldar hugmynd en samt fannst mér límband ekki vera nógu góð lausn og fór því að pæla.
Í starfi mínu sem smiður hefur maður lent í ýmsu þar sem maður hefur þurft að hreinlega bara að redda sér til að allt gangi upp og fékk ég þá þessa snilldarhugmynd skellubólur. Nú segja margir ha hvað er það? En jú þegar maður setur t.d upp nýja eldhúsinnréttingu þá er sett á alllar hurðir og skúffur svokallaðar skellubólur sem er svona þykk límbóla sem passar einmitt beint ofan á svona tippi sem standa upp í loftið á svona kassa sem ekki fylgja leiðbeiningar með.

Og til að vera ekki að þreyta sjálfan mig að meiri skrifum þá virkar tölvann enn þann dag í dag og hefur gert síðustu 2 vikur og það eina sem ég get gert er að vona en mér er sagt að ég sé sloppinn fyrir horn með allt þetta vesen og ekki er örgjörvinn kominni í gegnum móðurborðið ennþá.
Ekki ætla ég að dæma um það hvort ég sé heppinn eða ekki, ég hef ekkert vit á þessu tölvudóti en mér er sagt að þetta sé líkast lygasögu og en hef ekki lagt í vana minn að skrifa í klukkutíma eitthvað sem er lygi.
En ég hef lært heilmikið á þessu t.d það að ég geri þetta aldrei aftur.

Ég vil þakka þeim sem aðstoðuðu mig í öllum vandræðunum og ég vil sérstaklega þakka þessum sem ráðlagði mér um kaupinn á öllu þessu dóti sem ég keypti, það er algjör snilld að vinna á þessa vél og þó að ég hafi ekkert þekkt hann og geri ekki þá hefur hann reynst mér betur en þeir sem ég þekki.
Ég hef ákveðið að leyfa honum ákveða hvort hann vilji gefa upp nafnið sitt eða ekki en hann er einmitt skráður hérna á Huga
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.