Galli í ibm hdd 2000módel
Ég lenti í því í sumar að 45gb ibm diskur sem ég fór ekki í gang þegar ég var búinn að taka hann úr einni tölvu og setja hann yfir í aðra vél þá komst ég að því að pinnin sem var í disknum var brotinn (þessi sem tengir saman print plötuna og plöggið). og ég hugsaði bara ok þetta er öruglga bara útaf því að ég er alltaf að færa hann á milli véla og þetta væri bara þá mér að kenna. Síðan núna bara upp á síðkastið hef ég frétt um tvö tilfelli sem hið sama hefur gerst og samkvæmt mínum heimildum hafa þeir báðir eiginlega ekkert verið mikið teknir úr sambandi og verið að flakka eithvað með þá kannski svona 10sinnum kannski er þetta bara svona mikið drasl ég veit það ekki. en allir þessir 3diskar eru 2000módel svo keypti ég einn sem er 2001 og þá er búið að smíða þetta eithvað öðrvísí (held að það sé orðið aðeins skárra). síðan skilur ekki svona 70% af því fólki sem er að lesa þetta hvað ég er að meina þannig að <a href="http://opinn.eldveggur.net/bilad/DVC00005.JPG">hérna er mynd af seinasta tilfelli sem gerðist hjá félaga mínum</a> (veit ekkert hvort virkar að linka þessa mynd hérna inn hef ekki gert það áður það á samt alltaf reyna) vildi bara tékka hvort einthver hafi lent í svipuðu atviki? eða hvort við værum bara svona einstaklega óheppnir.