Vinur minn var svo heppinn að kaupa ferðavél af Aco-Tæknival þegar að lætin voru hvað mest í kringum fartölvumarkaðinn í haust. Aco-Tæknival var með yfirslýingar um það að þeir væru að bjóða sambærilega eða jafnvel betri vöru fyrir námsmenn. Vinur minn kíkti á þetta og fann snilldar vél hjá þeim. Toshiba vél með öllu og skrifara í kaupbæti.
Síðan kom það uppá að hann var að stinga headphones í samband við tölvunna að eitthvað plaststykki sem að hledur headphonesunum föstum datt hreinlega úr. Það var ekki verið að fíflast með vélina eða neitt slíkt. Stykkið hreinlega datt út. Jæja… félagi minn fer með vélina til þessa blessaða fyrirtækis og talar við þá. Þeir líta á vélina og segjast ætla að kíkja á málið, panta einhvern varahlut og þess háttar. “Tekur 2-6 vikur að fá þetta til landsins. Hámark 6 vikur” Þetta var loforðið sem að hann fékk frá þeim.
Þetta var í oktober. Síðan eru liðnar aðeins meira en 6 vikur. Ítrekað hef ég hlustað á vin minn tala við þetta fyrirtæki og alltaf er hann að fá loðin svör en enginn lausn er í sjónmáli hvað vandamál hans varðar. Núna áðan var hringt í hann og honum tjáð það að stykkið sem að pantað hafði verið var ekki rétta stykkið, það þyrfti að öllum líkindum að fá nýtt móðurborð í vélina. Það væri hinsvegar ekki í ábyrgð. Hmm… tók virkilega 4 mánuði að komast að því? Er trúlegt að til að fá headphones plögg í lag að það þurfi að fá nýtt móðurborð? Það er ekki sjálft plöggið sem að er í ólagi heldur eitthvað 50 króna plaststykki sem að datt úr. Þegar að í ljós kemur að vandinn er þess eðlis að skipta þurfi um móðurborð þá er þetta ekki lengur í ábyrgð, það fannst mér mjög skrítið…
Ótrúlegt að fyrirtæki skuli komast upp með að segja að þetta skipti þá engu máli því að upp hafi komið að skipta þurfi um annan hlut en upprunalega var haldið, þó að gallinn sé sá sami.
Það er ekki eðlilegt að svona stykki detti úr. Vinur minn var búinn að eiga vélina í 4 vikur þegar þetta kemur upp og notkunin var ekkert óeðlileg á þessum tíma.
Þegar að því kemur að ég kaupi mér fartölvu ætla ég að versla annarsstaðar. Eina spurningun sem eftir situr er sú hvort að þetta sé ekki eins allsstaðar?
Later…
Xavie